Orlofsgreiðsla borgarstjóra hrein þvæla

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 6:58
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 6:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, seg­ir tíu millj­óna or­lofs­greiðslu til Dags B. Eggerts­son­ar „þvælu“. Stefán Páls­son, vara­borg­ar­full­trúi VG, seg­ist hissa á greiðslunni.

Sig­ríður og Stefán eru nýj­ustu gest­ir Spurs­mála. Hún seg­ir að há­launa­fólki á borð við borg­ar­stjóra sé umb­unað fyr­ir að vera alltaf í vinnu og að því beri að skjóta inn fríi þegar því verður við komið. Ekki gangi að fólk í þess­ari stöðu mæti til leiks við starfs­lok og ætl­ist til þess að upp­gjör fari fram á ónýttu or­lofi.

Mis­jafn­lega gengið eft­ir fólki

Stefán Páls­son er vara­borg­ar­full­trúi VG. Hann seg­ir málið und­ar­legt og tek­ur und­ir gagn­rýni verka­lýðsfor­yst­unn­ar.

„Þau benda á að kerfið sé miklu dug­legra með fólkið á gólf­inu, að hnippa í það og segja að það geti ekki fært or­lofið svona og svona fram í tím­ann en svo slakni mjög á þessu þegar kem­ur að mill­i­stjórn­end­um eða stjórn­end­um ein­staka starfs­stöðva, þá eru ein­hvern veg­inn önn­ur lög­mál og svo enn önn­ur lög­mál þegar komið er inn í Ráðhúsið. Þetta er nátt­úru­lega ekki góður brag­ur,“ seg­ir Stefán.

Hann tel­ur að borg­ar­full­trú­ar og borg­ar­stjóri, njóti ekki eig­in­legs or­lofs­rétt­ar en taki frí þar sem því verði við komið. Sig­ríður seg­ir það ekki rétt. Ráðherr­ar njóti t.d. or­lofs­rétt­ar og að haldið sé utan um það í ráðuneyt­un­um þegar þeir taki frí.

Viðtalið við Stefán og Sig­ríði má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að neðan.

 

mbl.is