Af hverju er heimurinn að slaufa Blake Lively?

Er heimurinn að slaufa leikkonunni Blake Lively?
Er heimurinn að slaufa leikkonunni Blake Lively? AFP

Leik­kon­an Bla­ke Li­vely hef­ur verið á milli tann­anna á fólki að und­an­förnu og hlotið harða gagn­rýni á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far nýrr­ar kvik­mynd­ar, It Ends With Us, sem hún fer með aðal­hlut­verk í ásamt leik­ar­an­um og leik­stjór­an­um Just­in Baldoni. 

Li­vely hef­ur und­an­far­inn ára­tug verið ein ást­sæl­asta leik­kona Hollywood, en hún skaust fyrst upp á stjörnu­him­in­inn með hlut­verki sínu sem Serena van der Wood­sen í þátt­un­um Gossip Girl árið 2007. Þá hef­ur einnig verið litið á Li­vely og eig­in­mann henn­ar, leik­ar­ann Ryan Reynolds, sem hin full­komnu hjón, en nú virðist heim­ur­inn líta öðrum aug­um á Li­vely. 

Blake Lively ásamt eiginmanni sínum Ryan Reynolds.
Bla­ke Li­vely ásamt eig­in­manni sín­um Ryan Reynolds. AFP

Forðast all­ar spurn­ing­ar um heim­il­isof­beldi

Gagn­rýni á leik­kon­una hóf­ust eft­ir að markaðsher­ferð kvik­mynd­ar­inn­ar fór af stað, en þá höfðu sögu­sagn­ir um meint­ar deil­ur og vand­ræði á milli Li­vely og Baldoni verið á sveimi eft­ir að mynd­bandi af rifr­ildi á milli þeirra á tökustað var lekið á netið. 

Rauði þráður It Ends With Us er heim­il­isof­beldi, en Li­vely hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að forðast all­ar spurn­ing­ar sem snúa að heim­il­isof­beldi í viðtöl­um og kynn­ing­ar­efni kvik­mynd­ar­inn­ar og þess í stað látið eins og mynd­in sé róm­an­tísk gam­an­mynd. Hingað til hef­ur Baldoni verið sá eini í leik­ara­hópn­um sem hef­ur talað op­in­skátt um heim­il­isof­beldi. Það bætti svo ein­ung­is gráu ofan í svart þegar Li­vely notaði kynn­ing­ar­her­ferðina frek­ar til að kynna eig­in hár­vöru­línu, Bla­ke Brown, og nýja kvik­mynd eig­in­manns síns, Dea­dpool & Wol­ver­ine.

Í kjöl­far bak­slags­ins birti norski blaðamaður­inn Kjersti Flaa mynd­band á YouTu­be úr viðtali við Li­vely og mót­leik­ara henn­ar, Par­ker Pos­ey, fyr­ir kvik­mynd­ina Cafe Society árið 2016. Mynd­bandið hef­ur farið eins og eld­ur um sinu á sam­fé­lags­miðlum og fengið millj­ón­ir áhorfa, en Flaa lýs­ir viðtal­inu sem því óþægi­leg­asta sem hún hafi nokk­urn tím­ann upp­lifað, en yf­ir­skrift mynd­bands­ins er: „Bla­ke Li­vely-mynd­bandið sem fékk mig til að vilja hætta í vinn­unni minni.“

Í byrj­un mynd­bands­ins ósk­ar Flaa leik­kon­unni, sem var ófrísk að sínu öðru barni, til ham­ingju með óléttu­kúl­una sína. Li­vely virðist pirruð yfir um­mæl­un­um og óskaði blaðamann­in­um kald­hæðnis­lega til ham­ingju með „óléttu­kúl­una“ sína, en hún var ekki ófrísk. 

Spenn­an er fljót að aukast í viðtal­inu, en þegar Flaa spyr leik­kon­urn­ar um klæðnað í mynd­inni bregst Li­vely við spurn­ing­unni með því að snúa sér frá blaðamann­in­um og ávarpa Par­ker, en þær gagn­rýna spurn­ing­una og velta því fyr­ir sér upp­hátt hvort karl­kyns leik­ar­ar yrðu spurðir sömu spurn­ing­ar. Li­vely held­ur svo áfram að snúa sér frá Flaa nán­ast allt viðtalið og hag­ar sér líkt og hún sé í einka­sam­tali við Par­ker. 

Kepp­ast við að grafa upp göm­ul viðtöl

Nú hafa verið graf­in upp enn fleiri mynd­bönd, viðtöl og uppá­kom­ur með Li­vely þar sem hún er gagn­rýnd fyr­ir fram­komu sína. Sum­ir líkja ástand­inu við umræðuna sem hef­ur verið um söng­kon­una Jenni­fer Lopez, en hún hef­ur verið harðlega gagn­rýnd und­an­farna mánuði eft­ir að sög­ur um slæma fram­komu fóru á flug. 

Þó nokkr­ir hafa komið Li­vely til varn­ar og lýst yfir áhyggj­um yfir því að In­ter­netið hafi snú­ist gegn Li­vely, en í einni færslu sem birt­ist á X, áður Twitter, eru viðbrögð á sam­fé­lags­miðlum gagn­rýnd og sögð vera of hörð. „Það er eins og In­ter­netið þurfi að finna nýtt skot­mark fyr­ir  hat­ur á nokk­urra mánaða fresti, og það bein­ist oft að kon­um.“

Þá hef­ur ásök­un­um einnig verið vísað á bug, en Page Six greindi til að mynda frá því að Li­vely hafi sagt að Baldoni hafi látið sér líða óþægi­lega á meðan á tök­um stóð. Þá sagði TMZ frá því að Li­vely hafi fund­ist Baldoni fitu­smána sig, en hann glím­ir við bakvanda­mál og er sagður hafa spurt Li­vely um þyngd henn­ar fyr­ir atriði þar sem hann þurfti að lyfta henni upp. 

For­bes

mbl.is