Segist hugsi yfir kostnaði við borgarlínu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri, seg­ist hugsi yfir þeim kostnaði sem blasi við vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar borg­ar­línu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta seg­ir Ein­ar í nýju viðtali í Spurs­mál­um.

    Hann seg­ir að áætlan­ir hafi tekið mikl­um breyt­ing­um frá ár­inu 2019 og að nú stytt­ist í að upp­færður sam­göngusátt­máli verði und­ir­ritaður fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið.

    Þegar hann er spurður út í mögu­leg­ar breyt­ing­ar á verk­efn­inu seg­ist hann bund­inn trúnaði um það. Það verði hins veg­ar kynnt inn­an tíðar.

    Í sept­em­ber í fyrra full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­málaráðherra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, að kostnaður við sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu hefði tvö­fald­ast. Upp­haf­leg­ar áætlan­ir hefðu gert ráð fyr­ir 120 millj­örðum í verk­efnið en að nú stefndi í að kostnaður­inn yrði 300 millj­arðar króna.

    Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér fyr­ir neðan.

    Stytt­ist í und­ir­rit­un

    Þið eruð að tala um sam­göngusátt­mál­ann, við erum að sjá töl­urn­ar yfir brúna yfir Foss­vog og annað. Þetta er allt óraun­hæft. Ég sagði að þetta væri í klessu, þetta er í klessu vegna þess að þess­ar fram­kvæmd­ir verða marg­falt dýr­ari en nokk­urn óraði fyr­ir, þurfið þið ekki að end­ur­skoða þetta allt? Verður þetta ekki allt miklu minna í sniðum, mun þetta ekki allt taka miklu lengri tíma en menn hafa lofað?

    „Nú, sko erum við á þeim tíma­punkti með sam­göngusátt­mál­ann að það stytt­ist í und­ir­rit­un. Það hef­ur verið mik­il vinna að end­ur­reikna þess­ar áætlan­ir all­ar...“

    Al­menn­ing­ur er al­veg í myrkr­inu, heyr­ir ekk­ert af því hvernig þessi staða er.

    „Nei, nei, en það stytt­ist í þetta. Og áætlan­ir sem eru gerðar 2019 þar sem ekki er búið að teikna þess­ar brýr og göt­ur og göng, og þetta þró­ast allt sam­an, og verðið hækk­ar og það er verðbólga og bygg­ing­ar­vísi­tal­an hækk­ar og allt þetta breyt­ist. Og auðvitað er maður hugsi yfir þess­um kostnaði en hvernig ætl­um við að þró­ast til framtíðar hérna, höfuðborg­ar­svæðið.“

    Ekki í boði að gera ekki neitt

    Það er svo stærri spurn­ing, ég er bara að spyrja...

    „Já en það er ekki í boði að gera ekki neitt.“

    En það sem þið eruð að fara að und­ir­rita núna er gjör­breytt plagg miðað við það sem teiknað var upp og borg­ar­bú­ar hafa vitn­eskju um núna.

    „Ég ætla bara ekki að tjá mig um það því ég er bund­inn trúnaði.“

    Viðtalið við Ein­ar má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina