Framboð rekið með sölu ljótra derhúfa

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­ríður And­er­sen seg­ir að sú staðreynd að for­setafram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur skuldi enn pen­inga sé áminn­ing um það hvernig rík­is­sjóður hafi farið und­ir stjórn henn­ar sem for­sæt­is­ráðherra.

    Frétt­ir voru flutt­ar af því í liðinni viku að enn stæði yfir söfn­un til þess að greiða upp skuld­ir sem stofnað var til í tengsl­um við for­setafram­boð Katrín­ar í apríl og maí síðastliðnum.

    Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála sem aðgengi­leg­ur er á mbl.is og öll­um helstu streym­is- og hlaðvarps­veit­um. Þar mæt­ir Stefán Páls­son sagn­fræðing­ur einnig til leiks og ræða þau stjórn­málastaf og fjár­mögn­un þess.

    Orðaskipt­in þar um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig eru þau rak­in í text­an­um hér að neðan.

    „Hún er líka að aug­lýsa núna eft­ir pen­ing­um til að loka gat­inu,“ seg­ir Sig­ríður.

    Og Stefán Páls­son bæt­ir við:

    „Já, sem mér finnst fínt. Menn voru með mikl­ar sam­særis­kenn­ing­ar á net­inu um að það væri verið að moka í þetta fram­boð með kvóta­pen­ing­um og ég veit ekki hvað og hvað. Svo kom nátt­úru­lega í ljós að eins og með stjórn­málastarf upp til hópa er rekið með því að selja fólki ljót­ar der­húf­ur, og kaffi­sjóður og penna.“

    Hver var hug­mynd­in með fram­boðinu?

    Spyr Sig­ríður hann þá spurn­ing­ar út frá þessu:

    „Segðu mér þá, hver var samt hug­mynd­in með fram­boðinu. Var hug­mynd­in að hefði hún náð kjöri að þá hefði verið farið eft­ir á að herja á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til þess að loka gat­inu?“

    Og hann svar­ar:

    „Ég held að við sem höf­um staðið í kosn­ing­um oft­ar en einu sinni og oft­ar en tvisvar höf­um við rekið okk­ur á að það var lagt upp með mjög fínt plan með fjár­öfl­un og eyðslur­amma og svo fer ein­hver kosn­inga­stjóri á taug­um í síðustu vik­unni og ákveður að prenta fleiri penna eða splæsa í fleiri aug­lýs­ing­ar.“

    Sig­ríður er ekki al­veg sam­mála þessu:

    „Mér fannst þessi frétt frek­ar til marks um staðfset­ing á stjórn­ar­hátt­um fram­bjóðand­ans sem skiur rík­is­sjóð eft­ir með hundraða millj­arða halla og að menn fjár­magni skuld­irn­ar eft­ir á.“

    Bók­haldið verður gert op­in­bert

    En Stefán er ósam­mála þessu mati á fram­göngu flokks­syst­ur sinn­ar:

    „Ég held að það sé bara mjög fínt að þegar vill nú til að við erum með ansi stíf lög um fjár­mál í tengsl­um við kosn­ing­ar að við mun­um sjá bók­haldið hjá þess­um fram­bjóðend­um.“

    Veistu hversu stór hola þetta er sem þau eru að moka í?

    „Nei, og ég held að hún sé ekki neitt ógn­ar­stór,“ svar­ar Stefán.

    En er þetta ekki eitt­hvað sem fram­bjóðend­ur verða sjálf­ir að borga, há­launa­menn til ára­tuga?

    Og hann breg­ast að nýju við:

    „Auðvitað end­ar þetta á því. Ég ætla rétt að treysta því að hún fari ekki að setja kenni­töl­una í lög­birt­ing­ar­blaðið út af ein­hverj­um hundrað þúsund köll­um til þess að klára leigu á ein­hverri kosn­inga­skrif­stofu og kleinu­kaup­um,“ seg­ir Stefán.

    Fólk gæti að sér í fram­boðsút­gjöld­um

    Og Sig­ríður bæt­ir við:

    „Von­andi ekki. En mér fannst þessi frétt samt vekja at­hygli. Þetta er von­andi áminn­ing til þeirra sem eru í fram­boði að reisa sér ekki hurðarás um öxl í þess­um efn­um. Og kannski líka ábend­ing um það hvernig þró­un­in hef­ur verið hérna á Íslandi. Hún hef­ur verið mjög hröð. Hversu mikið menn eru farn­ir að velta í svona kosn­inga­bar­áttu.“

    Og þar er Stefán loks sam­mála Sig­ríði.

    „Takið líka eft­ir kúltúrmun­in­um, við erum með í hverri viku frétt­ir af því í Banda­ríkj­un­um að þessi og þessi fram­bjóðandi hafi náð að safna svona mikl­um pen­ing­um.“

    Fjár­söfn­un hluti af leikn­um

    Og hún bæt­ir við:

    „Það er bara sig­ur í sjálfu sér.“

    „Já þetta eru bara íþróttaf­rétt­ir. Þetta er eins og að fá hæstu verðlauna­fjár­hæðina í golf­inu,“ út­skýr­ir Stefán.

    „Það er ekki langt í að þetta verði svona hérna,“ seg­ir Sig­ríður.

    „Hérna á Íslandi hef­ur nátt­úru­lega kosn­ing­ar og kosn­inga­bar­átta stjórn­mála­hreyf­inga, hef­ur alltaf kostað en það hef­ur alltaf þótt pínu dóna­legt að tala um það hvernig þess­ara pen­inga er aflað og jafn­vel þótt bara best að pukrast með það. Þannig að mér finnst það bara heiðarlegt og gott,“ seg­ir Stefán Páls­son að end­ingu.

    Stefán Páls­son og Sig­ríður And­er­sen eru gest­ir Stef­áns Ein­ars í Spurs­mál­um og ræða þar frétt­ir vik­unn­ar. Viðtalið við þau má sjá og heyra í heild sinni hér.

    mbl.is