Ásmundur Einar mætir í Spursmál

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barn­málaráðherra, er næsti gest­ur Spurs­mála sem fara í loftið kl. 14:00 á föstu­dag á mbl.is.

    Ásmundur Einar Daðason verður gestur Spursmála á föstudag.
    Ásmund­ur Ein­ar Daðason verður gest­ur Spurs­mála á föstu­dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Sam­ræmt náms­mat

    Gustað hef­ur um ráðherr­ann síðustu vik­ur í kjöl­far þess að upp­lýst var að mikl­ar taf­ir yrðu á inn­leiðingu svo­kallaðs mats­fer­ils í grunn­skól­um lands­ins. Allt stefn­ir í að mörg ár líði frá því að sam­ræmt mat á hæfni nem­enda í grunn­skóla­kerf­inu var lagt af og þar til að nýtt kerfi taki við.

    Í eld­línu mennta­mál­anna

    Ásmund­ur Ein­ar mun ræða þetta við Stefán Ein­ar Stef­áns­son og þar mun fleira bera á góma, m.a. ákvörðun um að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir í grunn­skól­um auk hug­mynda ráðherr­ans um að tryggja öll­um nem­end­um í fram­halds­skól­um lands­ins frí náms­gögn.

    Auk Ásmund­ar Ein­ars munu mæta í þátt­inn þau Eyþór Arn­alds, fyrr­um odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík og Árborg og Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og mbl.is en hún hef­ur leitt um­fjöll­un miðlanna um mennta­mál að und­an­förnu.

    Fylg­ist með á mbl.is á föstu­dag og þá er einnig hægt að leggja orð í belg og koma með til­lög­ur að spurn­ing­um fyr­ir ráðherr­ann á nýj­um face­book-vett­vangi Spurs­mála

    mbl.is