Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:48
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:48
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri, seg­ir að flug­völl­ur­inn í Vatns­mýri sé ekki á för­um og að ekki verði tekn­ar ákv­arðanir sem skerði rekstr­arör­yggi hans.

Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem skipu­lags­mál í Reykja­vík ber á góma. 

Orðaskipt­in sem Ein­ar á við þátt­ar­stjórn­anda um flug­völl­inn má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig í text­an­um hér að neðan.

Hvassa­hraunið enn til rann­sókn­ar

„Að sjálf­sögðu. Hann gegn­ir lyk­il­hlut­verki í inn­an­lands­sam­göng­um, flug­sam­göng­um og sjúkra­flugs­hlut­verkið er afar mik­il­vægt. Þannig að hann verður þarna á meðan það er ekki ann­ar völl­ur sem tek­ur við hans hlut­verki. Sú vinna er í ákveðnu upp­námi vegna þess­um jarðhrær­ing­um þarna og Hvassa­hraunið er í ein­hverj­um rann­sókn­um ennþá og svo kem­ur ein­hver skýrsla. Og þá þarf að taka ein­hverja ákvörðun, á að fara að setja pen­inga í það að byggja þarna með þeim áhætt­um og vega þetta og meta. Ég er bara þeirr­ar skoðunar að borg og flug­völl­ur geti átt sam­leið meðan þetta er svona. Það stöðvar ekki upp­bygg­ingu í kring­um hann því við erum búin að greina þetta allt sam­an mjög vel og við tök­um ekki ákv­arðanir sem skerða rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins“ seg­ir Ein­ar.

Einnig til­finn­inga­mál

Og hann bæt­ir við:

„Og ég á í fínu sam­tali við ISA­VIA um þessi mál og hef reynd­ar teygt mig aðeins til flug­sam­fé­lags­ins líka því maður þarf að skilja hvernig fólki líður. Þetta er líka til­finn­inga­mál og identitets-mál að hafa flug­völl í Reykja­vík og flug­sam­fé­lagið á Íslandi er bara mjög merki­legt sam­fé­lag, við erum eyja og höf­um reitt okk­ur á flug um ára­tuga skeið.“

Viðtalið við Ein­ar má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina