Harris fer með sína mikilvægustu ræðu í kvöld

Kamala Harris er þrátt fyrir allt enn frekar óþekktur frambjóðandi. …
Kamala Harris er þrátt fyrir allt enn frekar óþekktur frambjóðandi. Í kvöld gefst henni tækifæri til að ávarpa milljónir Bandaríkjamanna sem munu fylgjast með ræðunni. AFP/Kamil Krzaczynski

Kamala Harris mun í kvöld fara með sína mik­il­væg­ustu ræðu hingað til þegar hún tek­ur form­lega við for­seta­út­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins.

Þótt fram­boð Harris hafi blásið eld­móði í brjóst demó­krata er hún enn frek­ar óþekkt­ur fram­bjóðandi og enn að skil­greina stefnu­mál sín. 

Í kvöld, á loka­degi lands­fund­ar demó­krata, er ætl­ast til þess að hún muni deila sinni sýn á það hvernig hún sjái stjórn lands­ins fyr­ir sér. 

Horf­ir fram á veg­inn

Fram­boð henn­ar hef­ur hingað til lagt áherslu á gleði og frelsi og má því gera ráð fyr­ir að hún ein­blíni á það í ræðu sinni á sama tíma og hún reyn­ir að kynna sig fyr­ir Banda­ríkja­mönn­um.

Mun hún færa rök fyr­ir því að með því að kjósa hana þá sé verið að horfa fram á veg­inn en með því kjósa Don­ald Trump, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana, þá sé verið að fara aft­ur á bak.

Í ræðu sinni mun Harris segja frá því hvernig hún ólst upp hjá vinn­andi móður og að hún þekki þær áskor­an­ir sem blasa við fjöl­skyld­um sem hafa orðið fyr­ir barðinu á verðbólg­unni, sagði talsmaður kosn­inga­bar­átt­unn­ar í sam­tali við frétta­veitu AFP.

Hátt í 50 þúsund demókratar eru á landsfundinum í Chicago.
Hátt í 50 þúsund demó­krat­ar eru á lands­fund­in­um í Chicago. AFP/​Eva Hambach

Aðeins mánuður frá því að Biden hætti við fram­boð

Aðeins mánuður er liðinn síðan Joe Biden Banda­ríkja­for­seti dró fram­boð sitt til baka og Kamala Harris bauð sig fram.

Á þeim tíma hef­ur Trump farið frá því að vera með nokkuð af­ger­andi for­skot á Biden yfir í það að vera núna á eft­ir Harris.

Á sama tíma og það er mik­ill létt­ir fyr­ir demó­krata að vera ekki með Biden í fram­boði og út­koma í skoðun­ar­könn­un­um hef­ur reynst nokkuð ágæt, þá átta þeir sig á því að það er enn langt í land.

Erfið bar­átta fram und­an

Síðan lands­fund­ur­inn hófst á mánu­dag þá hafa frama­menn í flokkn­um, á borð við Bill Cl­int­on og Barack Obama, varað við því að erfið bar­átta sé fram und­an við Trump.

Skila­boðin hafa verið þau að flokks­menn þurfi að nýta kraft­inn og stemn­ing­una sem hef­ur byggst upp til að tryggja að hvert ein­asta at­kvæði skili sér á kjörstað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina