Kvartar til umboðsmanns

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn á ný hef­ur Hval­ur hf. kvartað við umboðsmann Alþing­is yfir stjórn­sýslu mat­vælaráðherra og málsmeðferð við af­greiðslu á um­sókn fyr­ir­tæk­is­ins til veiða á langreyðum sem send var ráðuneyt­inu 30. janú­ar sl.

Leyfið var loks veitt 11. júní en þá var útséð um að af hval­veiðum yrði í sum­ar. Fyr­ir­tækið hafði enda hvorki tök á né tíma til að ráða mann­skap eða gera aðrar ráðstsaf­an­ir svo stunda mætti veiðarn­ar.

Í kvört­un­ar­bréfi Hvals til umboðsmanns seg­ir m.a. að málsmeðferð ráðherr­ans hafi ein­kennst af „skipu­lagðri óskil­virkni“ og á það bent að ráðherra hefði ít­rekað sagst vera að skoða og meta málið, bíða eft­ir gögn­um og um­sögn­um o.s.frv., en á sama tíma hefðu þó eng­ar slík­ar beiðnir verið úti­stand­andi.

Þess er skemmst að minn­ast að umboðsmaður komst að þeirri niður­stöðu í árs­byrj­un að við bann mat­vælaráðherra við hval­veiðum lung­ann úr síðasta sumri hefði hann ekki gætt reglna stjórn­sýslu­rétt­ar um meðal­hóf og bannið þ.a.l. ekki í sam­ræmi við lög. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: