Aðgerðirnar ekki hluti af neyðarviðbragði

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, hafn­ar því að þær aðgerðir sem nú hef­ur verið ráðist í inn­an grunn­skóla­kerf­is­ins séu neyðarviðbragð vegna al­var­legr­ar stöðu þess.

Spjót­in standa á ráðherra

Þetta kem­ur fram í nýju viðtali við ráðherra í Spurs­mál­um þar sem hann sit­ur fyr­ir svör­um.

Öll spjót hafa staðið á Ásmundi Ein­ari og ráðuneyti hans vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga á vett­vangi grunn­skóla­kerf­is­ins. Alþjóðleg­ir mæli­kv­arðar sýna að ís­lenska grunn­skóla­kerfið skrap­ar botn­inn þegar kem­ur að lesskiln­ingi barna, stærðfræðikunn­áttu og þekk­ingu á nátt­úru­vís­ind­um. Ásmund­ur Ein­ar seg­ir að sú aðgerðaáætl­un sem nú sé verið að inn­leiða muni skila bætt­um ár­angri en hún teyg­ir sig allt til árs­ins 2030.

Snörp orðaskipti

Í snörp­um orðaskipt­um bregst Ásmund­ur Ein­ar við gagn­rýn­inni. Má þau sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Þegar maður skoðar stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem núna hef­ur brátt setið í átta ár en ég er að vísa í nýj­asta sátt­mál­ann frá 2021. Þar er boðuð stór­sókn í mennta­mál­um, upp úr og niður úr og þið hafið sann­ar­lega talað fyr­ir því. þið hafið  verið að bæta fjár­magni inn í kerfið. En á sama tíma blas­ir það við að kerfið er í mol­um. Þú nefn­ir nýja stofn­un í kring­um mennta­mál­in, hún er stofnuð á rúst­um annarr­ar stofn­un­ar sem hrein­lega var lögð niður. Hér eru ekki sam­ræmd könn­un­ar­próf vegna þess að kerfið var allt í lamasessi, skóla­gögn­in eru í ólestri, skóla­hús­næði vítt og breitt um landið myglað. Kjör­tíma­bilið er að verða búið. Er þetta ekki of seint í rass­inn gripið?

„Ja það er auðvitað mjög mik­il­vægt þegar þú ert að ræða breyt­ing­ar á skóla­starfi og allt það sem þú nefn­ir hér og ég hef farið yfir líka und­an­farið og teng­ist þess­um mál­um, eru breyt­ing­ar sem í eðli sínu taka ákveðinn tíma. Þetta eru grund­vall­ar­breyt­ing­ar. Aðdrag­andi þeirra er rammaður inn í mennta­stefnu til 2030. Við erum að vinna að aðgerðaáætl­un­inni núna sem teng­ist fyrsta áfanga þess­ar­ar mennta­stefnu. Þannig að það má segja að við séum að kom­ast inn í þann kafla þar sem aðgerðirn­ar kom­ast til fram­kvæmda.“

En átti það ekki að ger­ast í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins, þú verður ekki, ja mjög ósenni­lega, í ráðherra­embætti og yfir þess­um mála­flokki þegar þess­um verður í raun og veru ýtt úr vör.

„Ja, und­ir­bún­ing­ur­inn tek­ur tíma. Aðgerðirn­ar taka tíma. Mennta­stefn­an er hugsuð þannig að við ætl­um okk­ur til 2030 að ná grund­vall­ar­breyt­ing­um á mennta­kerf­inu.“

Ásmundur Einar Daðason er gestur Spursmála að þessu sinni.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Langt ferli

En er þá þessi und­ir­bún­ings­vinna búin að standa í þrjú ár. Þegar ég skoða frétt­irn­ar að þetta séu ein­hvers­kon­ar neyðarviðbragð sem hafi fyrst og fremst komið fram eft­ir covid, kannski 2023 og á fyrri hluta þessa árs.

„Nei, aðgerðirn­ar, til að mynda bæði náms­gögn­in og líka mat­s­kerfið og skólaþjón­ust­una og ný stofn­un er að fara í verk­efni varðandi sam­hæf­ingu þegar kem­ur að börn­um með er­lenda tungu og menn­ing­ar­bak­grunni. Allt eru þetta verk­efni sem eru að kom­ast á fram­kvæmda­stig og erum líka að vinna í mjög þéttu sam­starfi við skóla­yf­ir­völd, við há­skól­ana, við sveit­ar­fé­lög­in því það hef­ur í gegn­um tíðina í allt of mikl­um mæli hafa grunn­skól­arn­ir, grunn­skóla­kerfið sem rekið er af sveit­ar­fé­lög­un­um og ríkið svo með fram­halds­skóla­kerfið og ákveðna hluta sem lúta að eft­ir­liti og öðru, það hef­ur verið alltof lít­il sam­vinna milli þess­ara aðila“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Og hann seg­ir nýja nálg­un auka á sam­starf.

„Og mennta­stefn­an fær­ir aðilana nær hver öðrum því það á auðvitað ekki að vera þannig að þegar kem­ur að námi barn­anna okk­ar þá séum við ekki að vinna þétt­ar sam­an, ríkið og sveit­ar­fé­lög­in. Þannig að grund­vall­ar­breyt­ing­ar sem verið er að stíga núna eru kannski núna að kom­ast fyrst núna til fram­kvæmda þannig að það er ekki af vorkunn gagn­vart þeim sem hér sit­ur. Ég held að það sé frek­ar Lilja Al­freðsdótt­ir, sem setti þessa vinnu af stað, gerði sér grein fyr­ir því að svona breyt­ing­ar taka tíma, mennta­stefn­an sem var samþykkt, og nú erum við að kom­ast til aðgerða og við sjá­um það og erum í vax­andi mæli núna að sjá verk­efni þar sem við erum inni í skól­un­um, erum að vinna með sveit­ar­fé­lög­um, inni í ein­staka skól­um í ein­staka sveit­ar­fé­lög­um og við mun­um sjá það aukast mikið bæði núna í vet­ur, eða síðasta vet­ur, núna í vet­ur og svo vet­ur­inn á eft­ir.“

Viðtalið við Ásmund Ein­ar má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan. Í þátt­inn mættu einnig þau Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og Eyþór Arn­alds, fram­kvæmda­stjóri. Þau ræddu helstu frétt­ir vik­unn­ar.

mbl.is