Ágreiningurinn innan stjórnarinnar dylst engum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:28
Loaded: 4.76%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:28
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, seg­ir alla sjá að mik­ill mein­ing­armun­ur sé inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann ætl­ar sér þrátt fyr­ir það að ljúka þeim verk­efn­um sem hann vinn­ur nú að.

Þetta kem­ur fram í nýju viðtali við hann í Spurs­mál­um. Þar ræðir hann m.a. þá úlfa­kreppu sem grunn­skóla­kerfið er í og hvað hann telji til ráðs að taka til þess að snúa hnign­un þess við.

Orðaskipt­in um stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Þola greini­lega ekki hvert annað

Talandi um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. Þetta er ekki á vet­ur setj­andi. Það er allt í háa­loft. Þið þolið greini­lega ekki hvert annað og eruð á önd­verðum meiði í öll­um mál­um. Hver ráðherra fer sínu fram, ráðherr­ar geta brotið lög og stjórn­ar­skrá án þess að það hafi af­leiðing­ar fyr­ir stjórn­ar­sam­starfið. Hvernig mun þetta enda? Ætlið þið að sitja fram á haustið 2025?

„Það end­ar nátt­úru­lega. Ég ætla bara að segja fyrst og taka út frá þeim verk­efn­um sem ég er með. Það er þannig að það eru stór frum­vörp á leið inn í þingið, mats­fer­il, skólaþjón­ustu, náms­gagna­frum­varp, gagna­frum­varp í mál­efn­um barna, ég er á leiðinni með æsku­lýðslög, barna­vernd­ar­lög og fleiri mál sem hafa tekið tíma í vinnslu. Ég ætla mér að klára þessi verk­efni per­sónu­lega, koma þeim inn til þings­ins. Gera þau að lög­um því ég trúi á þessi verk­efni og hef mikla ástríðu fyr­ir þeim raun­ar og bara elska að vinna í þess­um mál­um á hverj­um ein­asta degi.“

„Hitt er auðvitað þannig að það eru inn­an stjórn­ar­sam­starfs­ins sjá­um við al­veg að það eru skipt­ar skoðanir um ýmis mál og það þarf eng­an sér­fræðing til að sjá það.“

Hef­ur þú ein­hverja trú á því að þú náir end­ur­kjöri í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður ef þið klárið þetta kjör­tíma­bil með sama hætti og verið hef­ur hér síðustu vik­ur og mánuði.

„Ja, við ætl­um að klára þessi mál. Ég ætla að klára þessi mál...“

Það var ekki spurn­ing­in, spurn­ing­in var sú hvort þú telj­ir ein­hverj­ar lík­ur á að þú náir end­ur­kjöri. Duga skóla­máltíðirn­ar og gjald­frjálsu náms­gögn­in til í því sam­bandi?

„Ég ætla bara að segja að svarið við þessu er mjög ein­falt. Ég hef mjög mikla ástríðu í mál­efn­um barna. Ég flutti mig til Reykja­vík­ur í fram­boð því mig langaði til að vinna að mál­efn­um barna. Ég hef sett þau á odd­inn, ég ætla að gera það áfram...“

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra er gestur Stefáns Einars …
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra er gest­ur Stef­áns Ein­ars í Spurs­mál­um að þessu sinni. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Betra að gera það frá Reykja­vík

Var það ekki hægt úr Norðvest­ur­kjör­dæmi?

„Nei, ég hef nú út­skýrt það af hverju ég vildi gera það. Vegna þess að ég vildi berj­ast meira fyr­ir því sem lyti að mál­efn­um barna, mál­efn­um barna í fé­lags­lega veikri stöðu og taldi heppi­legra að gera það í þétt­býli og brann ekki jafn mikið fyr­ir öðrum verk­efn­um sem tengj­ast dreif­býl­inu með sama hætti. Það var sagt af full­um heil­ind­um og ein­læg­leika. Mér finnst mjög gam­an að vinna að þess­um verk­efn­um. ég vil koma þeim til hafn­ar. Við erum að sjá breyt­ing­ar ger­ast. Ég er stolt­ur af því að fylgja þeim eft­ir og svo verður framtíðin að sjá hvað annað ber í skauti sér. Ég held að staðan hafi verið dræm­ari í Reykja­vík-Norður þegar ég til­kynnti fram­boð þar í aðdrag­anda síðustu kosn­inga en núna. Þannig að ég fylgi minni ástríðu, ég fylgi mín­um verk­efn­um, ég hef mikla ástríðu fyr­ir þeim. Mig lang­ar til þess að koma þeim áfram og þannig ætla ég að vinna hér eft­ir sem hingað til. En jafn­framt, af því að ég er sam­vinnumaður og þú hef­ur dá­lítið gagn­rýnt hvað ég er að vinna mikið með ólík­um aðilum.“

Ég hef ekk­ert gagn­rýnt það.

„Að þá vil ég líka gera það í sam­starfi og sam­vinnu við ólíka aðila. Ég trúi því svo sann­ar­lega að ef við vinn­um þétt sam­an, þetta sam­fé­lag, vinn­um ólík­ir aðilar sam­an, þá hreyf­um við mál­in hraðar og við kom­um breyt­ing­un­um hraðar í gegn sem hags­muni fyr­ir börn­in okk­ar sem eru framtíðin.“

Ég held það velk­ist eng­inn í vafa um það. Ásmund­ur Ein­ar, sem fylgst hef­ur með þessu gagn­virka sam­tali okk­ar að kosn­inga­vet­ur er haf­inn.

Viðtalið við Ásmund Ein­ar má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan.

 

mbl.is