Sviss hafnar úrskurði Mannréttindadómstólsins

Sakfellingunni var hafnað á þeim forsendum að yfirvöld í Sviss …
Sakfellingunni var hafnað á þeim forsendum að yfirvöld í Sviss telji sig þegar uppfylla allar alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsaðgerðum og að verið væri að teygja ætlunarverk sáttmálans. AFP/Fabrice Coffrini

Yf­ir­völd í Sviss hafa hafnað úr­sk­urði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem seg­ir landið ekki hafa gert nóg til þess að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um. 

Dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu að Sviss hefði brotið gegn átt­undu grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Sviss er fyrsta landið til þess til að hljóta sak­fell­ingu frá alþjóðadóm­stóli fyr­ir aðgerðarleysi í lofts­lagsaðgerðum. 

Eldri kon­ur skutu mál­inu til dóm­stóls­ins

Málið á ræt­ur að rekja til sam­taka 2.500 eldri kvenna, 73 ára að meðaltali, í Sviss sem láta sig lofts­lagaðgerðir varða. Sam­tök­in skutu mál­inu til dóm­stóls­ins.  

Sam­tök­in segja yf­ir­völd í Sviss hafa brotið á mann­rétt­ind­um þeirra með því að vinna ekki nægi­lega að lofts­lagsaðgerðum og að lofts­lags­breyt­ing­ar hefðu nei­kvæð áhrif á líf og heilsu kvenn­anna. 

Vildu segja sig frá Evr­ópuráði

Eft­ir úr­sk­urðinn fór stærsti flokk­ur Sviss, Flokk­ur sviss­neska fólks­ins, fram á að Sviss segði sig frá Evr­ópuráði.

Í kjöl­farið sögðu yf­ir­völd í land­inu sig skuld­bund­inn áfram­hald­andi setu í Evr­ópuráði, en höfnuðu úr­sk­urði dóm­stóls­ins. 

Sak­fell­ing­unni var hafnað á þeim for­send­um að yf­ir­völd í Sviss telji sig þegar upp­fylla all­ar alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar í lofts­lagsaðgerðum og að verið væri að teygja ætl­un­ar­verk sátt­mál­ans. 

mbl.is