Rafmagn á Vestfjörðum framleitt með olíubrennslu

Orkubú Vestfjarða rekur Mjólkárvirkjun.
Orkubú Vestfjarða rekur Mjólkárvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi

Orku­bú Vest­fjarða hef­ur brennt 60-70 þúsund lítr­um af olíu vegna raf­kyntra hita­veitna á Ísaf­irði, Suður­eyri, Flat­eyri, Pat­reks­firði og í Bol­ung­ar­vík.

Ástæðan er að Landsnet vinn­ur nú að fyr­ir­byggj­andi viðhaldi á Vest­ur­línu og því hef­ur Orku­búið þurft að grípa til olíu­brennslu og skerðinga á raf­orku.

Landsnet hef­ur einnig þurft að brenna 45-50 þúsund lítr­um í ág­úst vegna viðhalds­ins.

Elías Jónatans­son orku­bús­stjóri seg­ir að í til­fell­um sem þess­um hafi Landsnet heim­ild til að skerða flutn­ing til not­enda sem séu með samn­inga um skerðan­leg­an flutn­ing.

Hann tek­ur und­ir orð Kristján Jóns Guðmunds­son­ar, skrif­stofu­stjóra rækju­vinnsl­unn­ar Kampa á Ísaf­irði, sem lét þau orð falla í Morg­un­blaðinu sl. mánu­dag að ef búið væri að virkja í Vatns­firði hefði verið óþarfi hjá Landsneti að skerða flutn­ing á raf­orku til Vest­fjarða.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: