Mun lækka fasteignaverð þrátt fyrir hærra lóðaverð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:05
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:05
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Keldna­landið, sem rík­is­sjóður lagði inn sem fram­lag til fjár­mögn­un­ar sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu, mun tryggja aukið lóðafram­boð í Reykja­vík og þar með stuðla að lægra fast­eigna­verði. Þetta er mat Davíðs Þor­láks­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna ohf. sem er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni.

Hann er spurður út í þetta mál í þætt­in­um í ljósi þess að nú hef­ur virðist mat svæðis­ins verið hækkað úr 15 í 50 millj­arða króna en Betri sam­göng­ur munu ná þeim fjár­mun­um út úr lands­svæðinu sem sölu lóðarétt­inda.

Það sem helst hef­ur stuðlað að sí­hækk­andi fast­eigna­verði á höfuðborg­ar­svæðinu á síðustu árum er tak­markað fram­boð lóða und­ir íbúðar­hús­næði og hækk­andi lóðaverð sem því hef­ur verið sam­fara.

Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Er verið að pumpa upp lóðaverðið?

Keldna­land er stór hluti af fjár­mögn­un verk­efn­is­ins. Ríkið af­hend­ir Betri sam­göng­um þetta mik­il­væga og fal­lega bygg­ing­ar­land. Og hef­ur raun­ar aukið við stærð þess í seinni áföng­um. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að þetta myndi skilja 15 millj­örðum inn í verk­efnið. Núna stær­ir fjár­málaráðherra sig af því að þetta verði 50 millj­arðar. Það eru auðvitað bara lóðagjöld. Þetta er vænt­an­lega ekki mik­ils­vert fram­lag til þess að draga úr íbúðakostnaði fólks í borg­ar­land­inu ef hags­mun­irn­ir eru þeir að pumpa upp lóðaverðið eins og menn geta á þessu svæði?

„Það eru akkúrat hags­mun­ir okk­ar allra á höfuðborg­ar­svæðinu að lóðafram­boð sé aukið, það er akkúrat það sem við þurf­um á íbúðamarkaðinn er aukið fram­boð og þarna er búið að...“

Ég er sam­mála því, þú mis­skil­ur spurn­ing­una, ég seg­ir bara...

„Nei spurn­ing­in var bara röng.“

Nei spurn­ing­in er al­gjör­lega rétt. Ef menn hafa hags­muni af því að pumpa upp lóðaverðið þá hækk­ar það auðvitað íbúðaverðið.

„Það sem mun hafa já­kvæð áhrif á íbúðaverð er aukið fram­boð. Og það er ekk­ert verið að pumpa neitt upp...“

15 millj­arðar í 50

15 millj­arðar í 50.

„Stefna borg­ar­inn­ar og hins op­in­bera í því að mjög hátt hlut­fall verði í óhagnaðardrifn­um lóðum. Þarna verður mjög mikið um at­vinnu­hús­næði. Þarna get­ur orðið 13 þúsund manna byggð og at­vinnu­hús­næði fyr­ir 9000 manns og það mun hafa mjög já­kvæð áhrif á tæki­færi fólks til að kaupa. Þarna er líka hugsað fyr­ir því að það verði ekki bíla­stæðakjall­ari í hverju húsi held­ur verði miðlæg, það sem er kallað „mobility hub“, eða far­hús. Það mun draga veru­lega úr bygg­ing­ar­kostnaði því það er margra millj­óna kostnaður per íbúð að vera með bíla­kjall­ara þannig að það er vel hægt að gera þetta með hag­kvæm­um hætti fyr­ir þau sem eru að flytja þarna en samt þannig að þetta skili mikl­um ávinn­ingi inn í þessi verk­efni.“

Ég held bara að þegar fólk heyr­ir 15 millj­arða og svo segi menn, við fáum miklu meira fyr­ir þetta, 50 millj­arða, að þá átti menn sig á því að lóðaverðið fer hækk­andi og það er það sem menn hafa áhyggj­ur af varðandi bygg­ing­ar­kostnaðinn.

„Það verður bara markaðsverð á þess­um lóðum eins og öll­um öðrum. Það verður ekk­ert hærra verð þarna. Og mun­ur­inn á þessu er sá, 15 millj­örðum versus 50 millj­arðar, er sá að 15 millj­arðarn­ir voru mjög var­lega áætlaðir held ég. Þá voru menn al­gjör­lega að renna blint í sjó­inn um hvað gæti verið þarna. Síðan þá erum við búin í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg búin að halda alþjóðlega þró­un­ar­sam­keppni þannig að núna vit­um við nokk­urn veg­inn hvað eru marg­ir fer­metr­ar þarna og þá er auðveld­ara að reikna út hver verðmæt­in eru.“

Fram­boðsskort­ur

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs legg­ur orð í belg:

„En bara með lóðaverðið. Af hverju fer það hækk­andi, það er vegna þess að það er fram­boðsskort­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Þú nefnd­ir vaxt­ar­mörk­in áðan.“

Ég ræddi vaxt­ar­mörk­in við borg­ar­stjór­ann, hann vill ekki leyfa ykk­ur að færa þau út.

„Ég er al­gjör­lega ósam­mála borg­ar­stjóra.“

Af hverju settuð þið það ekki sem skil­yrði fyr­ir samþykkt­inni?

Hann talaði fyr­ir því að upp­bygg­ing ætti bara að vera í kring­um borg­ar­lín­una. Sem þýðir að borg­ar­stjóri er að tala fyr­ir því að upp­bygg­ing í Reykja­vík verði bara á þétt­ing­ar­reit­um. Það mun taka tíma, það er kostnaðarsam­ara og það mun leiða til þess að við mun­um ekki ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Það blas­ir við að þessi vaxt­ar­mörk voru sett árið 2015, að fólks­fjölg­un­in hef­ur verið slík að for­send­ur eru brostn­ar. Það er þess vegna sem Kópa­vogs­bær, Hafn­ar­fjörður og Garðabær eru að und­ir­búa, og vilja stækka vaxt­ar­mörk­in.

Þið gerið það ekki nema með samþykki Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Já, já en þá verður borg­ar­stjóri að svara því hvernig hann hygg­ist tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði, hvernig við ætl­um að ná verðstöðug­leika á ný og lækk­un vaxta.“

Ja, hann ger­ir það ekki, hann kom hér og ég spurði hann út í þetta. Af hverju settuð þið þetta ekki sem skil­yrði fyr­ir und­ir­rit­un sam­göngusátt­mál­ans?

„Af því að þetta er ekk­ert með aðkomu rík­is­ins. Þetta er bara sam­tal á milli okk­ar sveit­ar­fé­lag­anna.“

Þú hefðir al­veg getað sett þetta sem skil­yrði.

„Ég held að það blasi al­veg við að ef við ætl­um að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði og stuðla að hag­kvæm­ari upp­bygg­ingu á íbúðum fyr­ir höfuðborg­ar­búa þá verðum við að breyta vaxt­ar­mörk­un­um. Og þetta er bara umræða sem er í gangi núna og ég ótt­ast ekk­ert að taka þessa umræðu við borg­ar­stjóra eða aðra sveit­ar­stjórn­ar­menn.“

Nýj­asta þátt Spurs­mála má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan. Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, og Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf., ræddu sam­göngusátt­mál­ann í þætt­in­um. Her­mann og Ólína fóru yfir frétt­ir vik­unn­ar. 

 

mbl.is