Spursmál: Hver mun borga milljarðana 311?

Hermann Nökkvi Gunnarsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Davíð Þorláksson og Ólína Kjerúlf …
Hermann Nökkvi Gunnarsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Davíð Þorláksson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir

Enn ligg­ur ekki að fullu fyr­ir hvernig sam­göngusátt­mál­inn á höfuðborg­ar­svæðinu verður fjár­magnaður. Þrátt fyr­ir það hef­ur rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög­in á svæðinu nú þegar ákveðið að ráðast í verkið. Áætlaður kostnaður við sátt­mál­ann er nú met­inn 311 millj­arðar króna en í fyrra var talið að verk­efnið myndi kosta 160 millj­arða.

Marg­ar áleitn­ar spurn­ing­ar um þessa risa­fram­kvæmd, sem hafa mun áhrif á lands­menn alla, bæði í efna­hags­legu en einnig sam­göngu­legu til­liti, voru lagðar fyr­ir þau Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi og Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna ohf. í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og YouTu­be og er hann aðgengi­leg­ur öll­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í frjálsu falli

Ný mæl­ing Maskínu sýn­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur aðeins stuðnings 13,9% á landsvísu. Fylgi hans hef­ur aldrei mælst lægra. Í sam­hengi við það var Ásdís, sem kom af miklu afli inn í sveit­ar­stjórn­ar­mál­in í síðustu kosn­ing­um, spurð hvort upp­færður sam­göngusátt­máli með öll­um þeim kostnaði sem hon­um fylg­ir, sé að hafa nei­kvæð áhrif á fylgi flokks­ins.

Þá mættu í þátt­inn til þess að ræða stjórn­mál­in, bæði hér heima og í Banda­ríkj­un­um, þau Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, for­seti fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skól­ans á Bif­röst og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og sköpuðust líf­leg­ar umræður þeirra á milli.

Fylgstu með á mbl.is klukk­an 14 alla föstu­daga. Þátt­ur­inn er nú aðgengi­leg­ur hér á vefn­um og öll­um helstu hlaðvarps- og efn­isveit­um.

mbl.is