Bæjarstjórinn ósammála ritara Sjálfstæðisflokksins

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:36
Loaded: 4.59%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:36
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi seg­ir að nauðsyn­legt hafi verið að rík­is­sjóður kæmi að rekstri al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Um það var samið í upp­færðum sam­göngusátt­mála sem kynnt­ur var fyrr í mánuðinum. Stofn­kostnaður vegna hans nem­ur 311 millj­örðum króna en fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir 160 millj­arða fjár­fest­ingu í verk­efn­inu.

Enn ligg­ur ekki allt fyr­ir um það hver rekstr­ar­kostnaður borg­ar­línu og strætó­kerf­is við hlið henn­ar mun kosta en ljóst er að kerfið verður marg­falt dýr­ara en nú­ver­andi al­menn­ings­sam­göngu­kerfi á höfuðborg­ar­svæðinu.

Ásdís seg­ir að Kópa­vog­ur hafi sett þátt­töku rík­is­sjóðs í rekstr­in­um sem skil­yrði fyr­ir und­ir­rit­un sam­göngusátt­mál­ans. Vil­hjálm­ur Árna­son, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins hafði, þegar fyrsta út­færsla sátt­mál­ans gekk í gegn, sett það sem skil­yrði fyr­ir samþykkt hans að rík­inu yrði haldið fyr­ir utan rekst­ur­inn.

Því er ljóst að hann hef­ur orðið und­ir í þessu máli en bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og sam­flokksmaður hans haft yf­ir­hönd­ina.

Um þetta er rætt í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem Ásdís er gest­ur ásamt Davíð Þor­láks­syni, fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna ohf.

Orðaskipt­in um þetta efni má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Trygg­ir fjár­magn til rekst­urs­ins

Ríkið er að fara að taka að sér rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­flokksmaður þinn, Vil­hjálm­ur Árna­son, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, setti sem skil­yrði fyr­ir samþykki sam­göngusátt­mál­ans áður að ríkið yrði ekki tengt inn í þá hít sem rekst­ur Strætó bs. og þessi rekst­ur all­ur á al­menn­ings­sam­göngu­kerf­inu sjálfu er. Er það ekki bitling­ur­inn sem þið fáið fyr­ir að samþykkja þetta í Kópa­vogi, Hafnar­f­irði og Garðabæ?

„Alls ekki, ég horfi á þetta...“

Þetta létt­ir á ykk­ur.

„Hags­mun­ir höfuðborg­ar­búa eru þeir að við tryggj­um að við fáum fjár­magn til upp­bygg­ingu stofn­vega, göngu- og hjóla­stíga og til að bæta þjón­ustu strætó.“

Hags­mun­ir ykk­ar eru sem sagt þeir að fólkið á Ak­ur­eyri og Raufar­höfn og Eg­ils­stöðum og Höfn í Hornafirði, það borgi rekstr­ar­kostnaðinn af borg­ar­lín­unni?

„Borgi rekstr­ar­kostnaðinn af borg­ar­lín­unni?  Ja þetta er bara það sem tíðkast líka er­lend­is þegar þú ert með hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu.

En ég ætla aðeins að bregðast við þessu. Vil­hjálm­ur var með þetta sem skil­yrði. Ég var líka með skil­yrði um að ef við tækj­um þátt í sam­göngusátt­mál­an­um þá kæmi ekki til greina að sveit­ar­fé­lög­in ein myndu reka hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur. Það var al­veg skil­yrði fyr­ir aðkomu okk­ar að þess­um sátt­mála, að við mynd­um ekki vera ein...“

Þannig að rit­ari flokks­ins hef­ur orðið und­ir í ágrein­ingi  milli ykk­ar?

Þjón­ust­an fyr­ir neðan all­ar hell­ur

„Ég ætla nú ekki að fara að tala um sam­flokks­fé­laga mína.“

Er það ekki aug­ljóst?

„En ég vil aðeins með þjón­ustu strætó, þetta var svo góður punkt­ur áðan, strætó er bara fast­ur í umræðunni núna og kemst ekk­ert. Tóm­ur seg­ir þú, ja ég er ekki sam­mála. Hann er sem bet­ur fer full­ur af fram­halds­skóla­nem­um á morgn­anna. Nú eru börn­in mín að byrja í fram­halds­skóla, og fyrstu vik­una sem þau byrjuðu í fram­halds­skóla, þau auðvitað taka strætó á hverj­um ein­asta degi og sam­visku­sam­lega mæta á rétt­um tíma á stoppistöðina til þess að mæta ekki of seint í skól­ann. Ja, fyrstu vik­una, fyrsti dag­ur­inn þá mætti strætó ekki vegna þess að hann var fast­ur í um­ferð, nú hina vik­una kom hann alltof seint af því að hann var fast­ur í um­ferð. Þetta er þjón­usta sem við get­um ekki boðið upp á. Og af hverju erum við þá að fara aðra leið með því að hafa þessa sérrein, það er vegna þess að við verðum að tryggja tíðni al­menn­ings­sam­gangna, verðum að tryggja það að þeir sem eru að nota þess­ar al­menn­ings­sam­göng­ur geti treyst því að strætó mæti á rétt­um tíma og skili fólki á rétt­um tíma á áfangastað sem og líka að þau séu ekki föst í um­ferð,“ seg­ir Ásdís.

Tíðkast víða er­lend­is

Og Davíð legg­ur orð í belg:

„Má ég aðeins varðandi aðkomu hins op­in­bera að al­menn­ings­sam­göng­um. Í öll­um lönd­un­um sem við ber­um okk­ur sam­an við kem­ur hið op­in­bera að al­menn­ings­sam­göng­um, kem­ur að fjár­mögn­un al­menn­ings­sam­göng­um í borg­um.“

Hafa gert það síðan 2012.

Ásdís Kristjánsdóttir og Davíð Þorláksson eru gestir Stefáns Einars í …
Ásdís Kristjáns­dótt­ir og Davíð Þor­láks­son eru gest­ir Stef­áns Ein­ars í Spurs­mál­um. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Loft­brú og ferju­sigl­ing­ar eru al­menn­ings­sam­göng­ur

„Og það er ekki bara á höfuðborg­ar­svæðinu sem ríkið er að setja pen­inga í al­menn­ings­sam­göng­ur víða um land. Það er verið að keyra stræt­is­vagna víða um landið, það eru ferju­sigl­ing­ar á að minnsta kosti tveim­ur eða þrem­ur sem ég man eft­ir eða fleir­um. Loft­brú­in, þetta eru al­menn­ings­sam­göng­ur, þetta er flokkað sem al­menn­ings­sam­göng­ur í bók­haldi rík­is­ins. Og miðað við höfðatölu sé ríkið enn þá að setja meira í al­menn­ings­sam­göng­ur úti á landi held­ur en á höfuðborg­ar­svæðinu.“

En mun­ur­inn á þessu og sigl­ing­un­um er að fólk kemst á milli staða í sigl­ing­un­um og loft­brúnni en það sem menn hafa gert hér síðan 2012, og það er þess vegna sem spor­in hræða. Menn hafa sett millj­arð á ári, og sú upp­hæð hef­ur verið upp­færð, frá 2012 og mark­miðið var að fjölga not­end­um strætó úr 4% í 8%. Og hvernig hef­ur það gengið. Það hef­ur ekki gengið?

„Var það mark­miðið?“

Það var mark­miðið. Það hef­ur ekki gengið.

„Já, en Stefán, af hverju gekk það ekki? Það er vegna þess að strætó er fast­ur í um­ferð og hvað erum við að fara að gera núna? Við erum að fara að búa til al­menn­ings­sam­göng­ur þannig að þau geti kom­ist til og frá án þess að vera föst í um­ferðinni. Það er það sem við þurf­um að gera,“ bæt­ir Ásdís við að lok­um.

Viðtalið við Ásdísi og Davíð má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan. Auk þeirra mættu í þátt­inn þau Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son blaðamaður og Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, for­seti fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skól­ans á Bif­röst.

mbl.is