Kaleo í „kitlu“ vinsælla sjónvarpsþátta

Hljómsveitin Kaleo hefur gert garðinn frægan vestanhafs að undanförnu.
Hljómsveitin Kaleo hefur gert garðinn frægan vestanhafs að undanförnu. AFP

Lag ís­lensku hljóm­sveit­ar­inn­ar Kal­eo, USA Today, kem­ur fyr­ir í kitlu (e. teaser) nýj­ustu þátt­araðar banda­rísku sjón­varpsþátt­ana Yellow­st­one.

Þætt­irn­ir fjalla um fjöl­skyldu­drama Dutt­on fjöl­skyld­unn­ar, sem eru eig­end­ur stærsta búg­arðs Mont­ana-rík­is: Yellow­st­one. 

Hljóm­sveit­in hef­ur gert garðinn fræg­an vest­an­hafs að und­an­förnu og komu meðal ann­ars fram í spjallþætti Jimmy Kimmel ný­lega við góðar und­ir­tekt­ir.

Texti lags­ins fjall­ar um skot­vopna­of­beldi í Banda­ríkj­un­um, sem er óneit­an­lega vanda­mál þar í landi og er ein helsta dánar­or­sök banda­rískra barna og ung­linga.

Kitl­una má sjá hér fyr­ir neðan:

mbl.is