Áhyggjur meðal sjómanna af Gæslunni

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af stöðunni fyr­ir hönd sjófar­enda, mik­il­vægi þess að halda úti öfl­ugu leit­ar- og eft­ir­lits­flugi er gríðarlegt. Sjó­menn verða að njóta sömu rétt­inda og aðrir lands­menn, þyrlurn­ar eru okk­ar sjúkra­bíl­ar. Ég trúi ekki öðru en að nú­ver­andi dóms­málaráðherra sýni þessu skiln­ing,“ seg­ir Arí­el Pét­urs­son formaður Sjó­mannadags­ráðs um stöðu Land­helg­is­gæsl­unn­ar (LHG) og þann vanda sem lýst hef­ur verið í blaðinu síðustu daga.

Flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, hef­ur ekki verið til­tæk mánuðum sam­an og þannig sagði Georg Kr. Lárus­son for­stjóri Gæsl­unn­ar í blaðinu í gær að hafsvæðið við Ísland væri meira og minna eft­ir­lits­laust. Til að halda uppi viðun­andi eft­ir­liti þyrfti 300-400 millj­ón­ir kr. til viðbót­ar í rekst­ur­inn.

200 dag­ar óviðun­andi

Arí­el seg­ir nauðsyn­legt að viðhafa öfl­ugt eft­ir­lit til að tryggja lög­sögu lands­ins og ör­yggi sjófar­enda. Hann kallaði eft­ir upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni um viðbragðsgetu þyrlu­sveit­ar­inn­ar. Í ljós kom að árið 2023 var full viðbragðsgeta, tvær þyrl­ur og tvær áhafn­ir, til staðar um 200 daga árs­ins af 365. Það sé óviðun­andi tala. Um þriðjung­ur út­kalla Gæsl­unn­ar að jafnaði eru á sjó. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: