Munu ekki fylgjast með ferðum borgaranna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna seg­ir enga hættu á að fylgst verði með ferðum fólks þegar um­fangs­mik­ill mynd­grein­ing­ar­búnaður verður sett­ur upp til að inn­heimta um­ferðar- og tafa­gjöld í borg­inni.

    Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi til­lög­um varðandi inn­heimtu um­ferðar- og tafa­gjalda sem lögð verða á og skila eiga 13 millj­örðum króna til fjár­mögn­un­ar sam­göngusátt­mál­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, verður fyrr­nefnd­um búnaði beitt.

    Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna er spurður út í þetta í Spurs­mál­um þar sem sátt­mál­inn og fyr­ir­huguð borg­ar­lína voru í brenni­depli.

    Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig eru þau rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Ung­ir sjálf­stæðis­menn á móti

    Þið voruð einu sinni ung­ir sjálf­stæðis­menn, þótt kannski marg­ir myndu halda að þið séuð það enn. Á vett­vangi þess sam­bands man ég Davíð, að þú barðist mjög gegn því að menn væru að setja upp auk­in mynda­véla­kerfi í miðbæn­um, að það væri þannig að ríkið væri að fylgj­ast meira með borg­ur­un­um en góðu hófi gegndi, það væri skerðing á einka­lífi fólks. Þessi um­ferðar- og tafa­gjöld verða senni­lega inn­heimt með því að taka mynd­ir af bíl­núm­er­um fólks þar sem það ekur inn og út af svæðum. Er þetta ekki ein­mitt dæmi um það hvernig við vilj­um sporna við því að ríkið geti rakið ferðir okk­ar frá ein­um tíma til ann­ars.

    „Þetta er gert með mynd­grein­ing­ar­búnaði í Nor­egi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Mjög víða í heim­in­um. Við búum á Íslandi við ströngustu per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf lík­lega í heimi. Við ákváðum að taka hér upp GDPR og gera það aðeins flókn­ara þannig að það er ekk­ert mál að tryggja það að þetta verði allt ör­uggt. Og það sé bara verið að greina bíl­núm­er­in til þess að hægt sé að fara í inn­heimtu með það. En að það sé ekki verið að fylgj­ast með ferðum fólks, það er al­veg hægt að passa það.“

    Davíð Þorláksson segir að myndavélakerfið muni ekki nýtast til þess …
    Davíð Þor­láks­son seg­ir að mynda­véla­kerfið muni ekki nýt­ast til þess að fylgj­ast með ferðum borg­ar­anna. Sam­sett mynd

    Upp­lýs­ing­arn­ar dul­kóðaðar

    En þú fylg­ist með ferðum fólks ef þú veist hvar bíll­inn er.

    „Jú en þetta er hægt að gera í gegn­um dul­kóðaðan gagna­grunn þannig að það hafi eng­inn aðgang að þvi með hvaða hætti fólk er að ferðast.“

    Í grein­ar­gerð viðræðuhóps rík­is og sveit­ar­fé­laga sem gerð var op­in­ber nú í ág­úst í tengsl­um við upp­færðan sam­göngusátt­mála seg­ir um um­ferðar- og tafa­gjöld­in meðal ann­ars:

    „Gjald­tak­an yrði fram­kvæmd með sjálf­virkri mynd­grein­ingu þannig að bíl­ferðir um vald­ar göt­ur sem tengja af­mörkuð val­in svæði verði skráðar með mynda­vél­um sem taka munu mynd­ir af bíl­núm­er­um. Áhersla yrði á svæði þar sem um­ferð er mik­il og gott aðgengi að öðrum sam­göngu­val­kost­um. Ekki er búið að út­færa hvernig gjald­töku yrði háttað en til greina kem­ur að hafa há­marks­gjald á sól­ar­hring fyr­ir stór­not­end­ur. All­ir sem aka um þessi svæði myndu þurfa að greiða gjald að und­anþeg­inni um­ferð neyðarbif­reiða og bif­reiða sem sinna op­in­ber­um al­menn­ings­sam­göng­um.“

    Viðtalið við Ásdísi og Davíð má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan. Auk þeirra mættu í þátt­inn þau Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son blaðamaður og Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir, for­seti fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skól­ans á Bif­röst.

     

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina