Jökull fer með hlutverk í Glæstum vonum

Jökull Júlíusson, forsprakki KALEO.
Jökull Júlíusson, forsprakki KALEO. Ljósmynd/Úr einkasafni

Jök­ull Júlí­us­son, söngv­ari ís­lensku hljóm­sveit­ar­inn­ar Kal­eo, mun fara með gesta­hlut­verk í hinum frægu sápuóperuþátt­um Glæst­ar von­ir (e. Bold and the Beautif­ul). 

Í þætt­in­um mun Jök­ull leika sjálf­an sig og flytja eitt af vin­sæl­ustu lög­um sín­um, Way Down We Go. Fram kem­ur á vef Dea­dline að þátt­ur­inn verði sýnd­ur 27. sept­em­ber næst­kom­andi.

Fram­leiðandi sjón­varpsþátt­anna ræddi við Jök­ul um hlut­verkið á síðasta ári þegar þeir hitt­ust á tón­leik­um hjá Andrea Bocelli.

Glæst­ar von­ir hafa notið mik­illa vin­sælda um all­an heim, en þætt­irn­ir hófu göngu sína árið 1987 og núna hafa 37 þátt­araðir komið út. Þætt­irn­ir hverf­ast um For­rester-fjöl­skyld­una og tísku­hús þeirra, en hinir ýmsu karakt­er­ar koma við sögu í þátt­un­um sem eru full­ir af drama­tík og spennu.

mbl.is