Fótboltabræður eiga tvífara úr teiknimyndaheiminum

Bræðurnir hafa látið til sín taka á fótboltavellinum síðustu misseri. …
Bræðurnir hafa látið til sín taka á fótboltavellinum síðustu misseri. Kári er leikmaður Keflavíkur og Eyþór spilar með KR. Skjáskot/Instagram

Fót­bolta­bræðurn­ir Eyþór Wöhler og Kári Sig­fús­son eiga sér tvífara úr teikni­mynda­heim­in­um ef marka má TikT­ok-færslu Issa Pissa.

Í færsl­unni er Eyþóri líkt við hinn eina sanna Farquaad lá­v­arð (e. Lord Farquaad) úr Shrek-mynd­un­um og Kára við ónefnd­an karakt­er úr Bratz-heim­in­um.

Mynd­bandið sem birt­ist um helg­ina hef­ur þegar fengið mikla at­hygli og eru marg­ir sam­mála lík­ind­un­um.

TikT­ok-færsl­an fór ekki fram hjá Eyþóri en hann birti spegla­sjálfu úr rækt­inni í gær­dag og lét sem Farquaad lá­v­arður væri speg­il­mynd sín.

Flottir tvífarar.
Flott­ir tvífar­ar. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is