Stýrir sölu- og markaðsmálum First Water

Ómar Grétarsson.
Ómar Grétarsson. Ljósmynd/Aðsend

Land­eld­is­fyr­ir­tækið First Water hef­ur ráðið Ómar Grét­ars­son til að stýra sölu- og markaðsmá­l­um fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Ómar er með BS-gráðu í mat­væla­fræði frá Há­skóla Íslands og hef­ur einnig lokið MBA-námi frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hann hafi víðtæka reynslu af lax­eldi en fer­ill Ómars í geir­an­um nær aft­ur til árs­ins 2013 þegar hann hóf störf sem sölu­stjóri hjá Fjarðalaxi.

Eft­ir sam­ein­ingu fyr­ir­tækj­anna Fjarðalax og Arn­ar­lax und­ir merkj­um þess síðar­nefnda árið 2016 starfaði Ómar sem sölu­stjóri þar til á þessu ári þegar hann var ráðinn til First Water.

Eld­is­stöð First Water er í Þor­láks­höfn en upp­bygg­ing á svæðinu skipt­ist í sex áfanga og eru áætluð verklok fram­kvæmda árið 2029. Í sum­ar voru um 200 ein­stak­ling­ar að störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu og í árs­lok er stefnt að því að um 1.500 tonn af laxi hafi verið fram­leidd.

Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri First Water, seg­ir í til­kynn­ing­unni að Ómar komi inn á hár­rétt­um tíma til að styðja við upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og að First Water ætli sér stóra hluti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: