Tvennt skekkir samanburðinn

Verðbólga hefur verið þrálát eða um og yfir 6% undanfarna …
Verðbólga hefur verið þrálát eða um og yfir 6% undanfarna mánuði hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lít­ill mun­ur er á und­ir­liggj­andi verðbólgu á Íslandi ann­ars veg­ar og í Banda­ríkj­un­um, á Bretlandi og evru­svæðinu hins veg­ar.

Þó er mik­ill mun­ur ef mælda verðbólg­an er skoðuð. Þetta seg­ir Haf­steinn Hauks­son, aðal­hag­fræðing­ur Kviku, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann. Hann seg­ir sam­an­b­urðinn geta gefið skakka mynd ef heild­ar­gögn­in séu ekki skoðuð.

Verðbólga hef­ur verið þrálát eða um og yfir 6% und­an­farna mánuði hér á landi en hjaðnað lang­leiðina að mark­miði víða ann­ars staðar í vest­ræn­um hag­kerf­um.

„Ef við skoðum mælda verðbólgu, þá lít­ur Ísland út eins og svarti sauður­inn í alþjóðleg­um sam­an­b­urði,“ seg­ir Haf­steinn.

Verðbólga og undirliggjandi verðbólga.
Verðbólga og und­ir­liggj­andi verðbólga.

Ýkir mun­inn á mældri verðbólgu

Hann út­skýr­ir að tvennt skekki þann sam­an­b­urð þó veru­lega. Ann­ars veg­ar hafi orku­verð í Evr­ópu lækkað und­an­farið ár eft­ir mikl­ar hækk­an­ir þar á und­an, sem dreg­ur mælda verðbólgu tíma­bundið niður í evr­ópsku hag­kerf­un­um vegna grunn­á­hrifa.

Hins veg­ar leiddi eldri aðferð Hag­stofu Íslands við mæl­ing­ar á reiknaðri húsa­leigu til þess að leiðni frá markaðsverði fast­eigna yfir í vísi­tölu neyslu­verðs var mjög hröð.

„Það er óvenju­legt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og ýkir mun­inn á mældri verðbólgu. Þegar við lít­um fram hjá þess­um tveim­ur þátt­um með því að bera sam­an kjarna­verðbólgu í ríkj­un­um, sem und­an­skil­ur ýmsa sveiflu­kennda liði eins og orku­verð, þá er mun­ur­inn ekki ýkja mik­ill,“ seg­ir Haf­steinn og bæt­ir við að kjarna­verðbólga 4, sem und­an­skil­ur einnig reiknaða húsa­leigu í okk­ar til­viki, hafi sýnt 3,5% verðbólgu á Íslandi í ág­úst.

Til sam­an­b­urðar er kjarna­verðbólga í stóru vest­rænu hag­kerf­un­um al­mennt ná­lægt 3%.

Enn of mik­il verðbólga

Haf­steinn seg­ir að verðbólga sé enn of mik­il og bend­ir á að kjöl­festa verðbólgu­vænt­inga hafi losnað og ýmis merki um að það sé óþægi­lega mik­ill verðbólguþrýst­ing­ur í kerf­inu.

„Þannig að þessi staðreynd er ekki rök fyr­ir því að slaka neitt veru­lega á vaxtaaðhaldi eða þess hátt­ar. En það má halda til haga að mun­ur­inn við út­lönd er mjög ýkt­ur af „tækni­leg­um“ ástæðum og að á mæli­kv­arða und­ir­liggj­andi verðbólgu eig­um við lík­lega ekki heima í skammakrókn­um,“ seg­ir Haf­steinn.

Verðbólgu­mark­mið miðast við mældu verðbólg­una en ekki und­ir­liggj­andi verðbólgu, og seg­ir Haf­steinn að fyrri reynsla okk­ar bendi til þess að það geti tekið tíma að koma henni í mark­mið.

„Flest verðbólgu­skot á Íslandi hafa tengst geng­is­veik­ingu, og þau hafa því yf­ir­leitt stöðvast af sjálfu sér þegar gengisaðlög­un lýk­ur. Verðbólgu­skotið 2012 var eðlis­lík­ara verðbólg­unni nú að því leyt­inu til að það skýrðist einkum af inn­lend­um þátt­um. Þá þurfti Seðlabank­inn að vinda spennu úr kerf­inu og skapa verðbólgu­vænt­ing­um kjöl­festu með handafli, og það tók meira en tvö ár,“ seg­ir Haf­steinn að lok­um.

Hafsteinn Hauksson er aðalhagfræðingur Kviku.
Haf­steinn Hauks­son er aðal­hag­fræðing­ur Kviku. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is