Barnaofbeldi er faraldur á Íslandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Öll ís­lenska þjóðin hrökk við þegar frétt­ir bár­ust af al­var­legri hnífa­árás í miðborg Reykja­vík­ur við lok menn­ing­ar­næt­ur. Af­leiðing­ar henn­ar voru þær að ung stúlka týndi lífi og fleiri særðust.

    Í kjöl­far árás­ar­inn­ar og frétta af stór­aukn­um vopna­b­urði barna vakna spurn­ing­ar hvaða sam­fé­lags­breyt­ing­ar eru að verða hér landi.

    Aukinn vopnaburður ungmenna hafa vakið spurningar um öryggi, líðan og …
    Auk­inn vopna­b­urður ung­menna hafa vakið spurn­ing­ar um ör­yggi, líðan og vel­ferð barna hér á landi. Sam­sett mynd

    Til þess að ræða þessi mál mæta í Spurs­mál á morg­un þeir Grím­ur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar og Tryggvi Hjalta­son, formaður hug­verkaráðs, sem ný­verið sendi frá sér skýrslu um stöðu drengja í ís­lensku mennta­kerfi.

    Hvor­ug­ur þess­ara manna er þekkt­ur fyr­ir að tala tæpitungu um þessi mál og því má bú­ast við skoðana­skipt­um sem máli skipta um þetta risa­vaxna mál sem snert­ir all­ar fjöl­skyld­ur á Íslandi með ein­um eða öðrum hætti.

    Allt um þetta í Spurs­mál­um á mbl.is kl. 14:00 á morg­un.

    Tryggvi Hjaltason og Grímur Atlason sitja fyrir svörum í Spursmálum …
    Tryggvi Hjalta­son og Grím­ur Atla­son sitja fyr­ir svör­um í Spurs­mál­um und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar. Sam­sett mynd

    Sjálf­stæðis­flokk­ur í kreppu

    Til þess að ræða frétt­ir vik­unn­ar mæta svo alþing­is­menn­irn­ir Björn Leví Gunn­ars­son, frá Pír­öt­um og Teit­ur Björn Ein­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Flokk­ur­inn sá sigl­ir nú krapp­an sjó og öll spjót standa á for­yst­unni sem sögð er bera ábyrgð á hræðilegu mæl­ing­um í skoðana­könn­un­um.

    Ljóst er að það stefn­ir í kald­an og storma­sam­an kosn­inga­vet­ur og birn­irn­ir tveir munu skipt­ast á skoðunum um stöðu mála.

    Sneisa­full­ur þátt­ur þar sem Stefán Ein­ar Stef­áns­son tek­ur á móti góðum gest­um og knýr svara um þau mál sem fólk ræðir á kaffi­stof­um lands­ins á hverj­um tíma.

    Í kjöl­far þess að þátt­ur­inn fer í loftið verður hann aðgengi­leg­ur á Spotify, Youtu­be og öðrum efn­isveit­um. Að sjálf­sögðu einnig á mbl.is.

    Björn Leví Gunnarsson og Teitur Björn Einarsson fara yfir helstu …
    Björn Leví Gunn­ars­son og Teit­ur Björn Ein­ars­son fara yfir helstu frétt­ir vik­unn­ar í Spurs­mál­um. Sam­sett mynd
    mbl.is