Þróa aðferð til framleiðslu á geldlaxi

Eldislax.
Eldislax. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vís­inda­menn Bench­mark Genetics vinna að þróun á nýrri aðferð við að fram­leiða geldlax fyr­ir fisk­eldi. Verk­efnið snýr að því að beita svo­kallaðri genaþögg­un, þ.e. að gera genin óvirk, en vitað er hvaða gen það eru sem stjórna mynd­un kyn­fruma.

„Við erum að reyna að finna upp aðferð til þess að þagga þessi gen á fyrstu stig­um fóst­urs­ins, þ.e. að gera þau óvirk og þá mynd­ast ekki kyn­fruma. Ein­stak­ling­ur­inn verður tví­litna en án kyn­fruma og þar af leiðandi ófrjór,“ seg­ir dr. Jón­as Jónas­son, fram­leiðslu­stjóri Bench­mark Genetics, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í blaðinu í gær var sagt frá áform­um Kleifa fisk­eld­is um stór­fellda fram­leiðslu á ófrjó­um eld­islaxi, en gagn­rýnt hef­ur verið að al­inn sé frjór eld­islax við Íslands­strend­ur, þar sem hann get­ur mögu­lega tímg­ast með villt­um laxi í ís­lensk­um ám og valdið erfðameng­un í ís­lensk­um laxa­stofn­um. Ýmis dæmi eru um að kynþroska eld­is­fisk­ur hafi sloppið úr kví­um og gengið upp í laxveiðiár og mynd­ast við að hrygna með villta lax­in­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: