„Ég hef alltaf haft gaman af epískum tónverkum“

Gunnar Ingi býður hlustendum upp á ævintýralega upplifun.
Gunnar Ingi býður hlustendum upp á ævintýralega upplifun. Ljósmynd/Úr einkasafni

Gunn­ar Ingi Guðmunds­son, laga­höf­und­ur, bassa­leik­ari og tón­skáld, send­ir frá sér í dag, föstu­dag­inn 6. sept­em­ber, aðra sóló­plötu sína og ber hún heitið My kind of Epic. Um er að ræða EP-plötu sem inni­held­ur fjög­ur ný tón­verk eft­ir Gunn­ar Inga í svo­kölluðum epísk­um stíl.

„Á þess­ari nýju plötu er ég svona nokk­urn veg­inn að lýsa minni eig­in hug­mynd um það hvernig epísk tónlist á að vera og hljóma. Ég hef alltaf haft gam­an af epísk­um tón­verk­um með stór­um hljóm­heimi sem og mikið af hljóm­um,” út­skýr­ir Gunn­ar Ingi sem sæk­ir reglu­lega inn­blást­ur í tón­verk Hans Zimmer, John Williams, Alan Sil­vestri, James Horner og annarra þekktra tón­skálda.

„Ég reyni að taka hlust­and­ann í ein­hvers kon­ar ferðalag í gegn­um ákveðið þema með tón­list­inni á plöt­unni líkt og ég gerði á fyrstu plöt­unni minni Eyðibýli sem kom út í fyrra. Tón­verk­in eru afar ólík en í þeim er að finna allt frá drama­tík, sorg og dimm­leika og al­veg upp í æv­in­týra­leg tón­verk.”

Plötuumslagið er fallegt.
Plötu­um­slagið er fal­legt. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Upp­töku­ferlið var mjög skemmti­legt

„Ég byrjaði að vinna svo­kallaðar demo-upp­tök­ur í nóv­em­ber á síðasta ári. Þá var ég stadd­ur úti í Póllandi í Sync Camp-vinnu­búðum á veg­um STEF ásamt 18 öðrum höf­und­um og tón­skáld­um frá ýms­um lönd­um. Opn­un­ar­verk plöt­unn­ar Jour­ney to the Magical World er afrakst­ur úr þess­um vinnu­búðum.

Hin tón­verk­in samdi ég hérna heima. Flest­ar hug­mynd­irn­ar komu óvænt upp í koll­inn þegar ég sett­ist niður við pí­anóið og byrjaði bara að spila eitt­hvað út í loftið. Ég beið bara eft­ir að geta gripið eitt­hvað stef eða lag­línu til að vinna með og þróa nýtt tón­verk út frá því.”

mbl.is