Biden gagnrýndur í skýrslu repúblikana

Joe Biden.
Joe Biden. AFP/Andrew Caballeru-Reynolds

Re­públi­kana­flokk­ur­inn birti í gær skýrslu þar sem gagn­rýnt er hvernig Joe Biden Banda­ríkja­for­seti stóð að brott­hvarfi banda­ríska hers­ins frá Af­gan­ist­an árið 2021.

Í skýrsl­unni er end­ur­tek­in gagn­rýni re­públi­kana vegna brott­hvarfs­ins. 13 banda­rísk­ir her­menn féllu í sjálfs­vígs­árás á flug­vell­in­um í Kabúl, auk þess sem skamm­ur tími leið þangað til talíban­ar náðu höfuðborg­inni á sitt vald.

Í skýrsl­unni seg­ir að Biden hafi „mistek­ist að draga úr af­leiðing­um ákvörðun­ar­inn­ar“ vegna brott­hvarfs­ins, sem fyrri rík­is­stjórn tók und­ir stjórn Don­alds Trumps, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta.

Re­públi­kan­ar bentu á áhyggj­ur sem leiðtog­ar inn­an hers­ins höfðu uppi en þeir vildu að her­inn yrði áfram í land­inu.

Demó­krat­ar gagn­rýndu niður­stöður skýrsl­unn­ar og sögðu hana tíma­setta til að hafa áhrif á kom­andi for­seta­kosn­ing­ar.

mbl.is