Páll í leyfi frá Fangelsismálastofnun

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Páll E. Win­kel mun taka árs­leyfi frá embætti for­stjóra Fang­els­is­mála­stofn­un­ar frá 1. októ­ber og taka að sér störf á veg­um há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins til ára­móta og svo gegna embætti fram­kvæmda­stjóra Mennta­sjóðs náms­manna frá ára­mót­um til 30. júní á næsta ári, meðan á náms­leyfi Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, stend­ur.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Páll hef­ur verið for­stöðumaður Fang­els­is­mála­stofn­un­ar frá ár­inu 2008, en hann lauk cand. jur prófi frá Há­skóla Íslands árið 2000 og stjórn­enda­námi (Ef­fecti­ve Per­sonal Producti­vity) frá Lea­ders­hip Mana­gement In­ternati­onal 2014.

Páll var lög­fræðing­ur hjá Fang­els­is­mála­stofn­un frá 2001 til 2005, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands lög­reglu­manna 2005-2007 og aðstoðarrík­is­lög­reglu­stjóri 2007.

Hjá há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu mun Páll starfa að heild­ar­end­ur­skoðun á lög­um um Mennta­sjóð náms­manna sem ráðuneytið hef­ur til meðferðar. Vinn­an hvíl­ir á skýrslu um Mennta­sjóð náms­manna sem kynnt var 15. des­em­ber 2023 og þeim at­huga­semd­um sem fram hafa komið, t.a.m. við breyt­ing­ar á lög­un­um um mennta­sjóðinn vorið 2024.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra hefur verið settur forstöðumaður …
Birg­ir Jónas­son, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra hef­ur verið sett­ur for­stöðumaður Fang­els­is­mála­stofn­un­ar í fjar­veru Páls mbl.is/​Há­kon Páls­son

Birg­ir Jónas­son, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra, hef­ur verið sett­ur for­stöðumaður Fang­els­is­mála­stofn­un­ar í fjar­veru Páls, en Birg­ir var skipaður lög­reglu­stjóri árið 2021. Hann lauk prófi frá Lög­reglu­skóla rík­is­ins árið 2000, meist­ara­prófi í lög­fræði árið 2010 og MBA-gráðu árið 2017. Sig­urður Hólm­ar Kristjáns­son, staðgeng­ill lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi vestra, mun gegna starfi Birg­is þenn­an tíma.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að sam­komu­lag dóms­málaráðuneyt­is­ins og há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins um tíma­bund­inn flutn­ing Páls sé gert á grund­velli laga um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins.

mbl.is