Stóra stundin að renna upp

Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir. Eftir kappræðurnar gæti mögulega orðið breyting þar …
Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir. Eftir kappræðurnar gæti mögulega orðið breyting þar á. Samsett mynd/AFP/Getty Images/Bill Pugliano/Jim Watson

Stóra stund­in er að renna upp í tengsl­um við for­seta­kosn­ing­ar vest­an­hafs, en í nótt munu Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, og Kamala Harris, for­setafram­bjóðandi demó­krata, mæt­ast í sín­um fyrstu og mögu­lega einu kapp­ræðum.

Kapp­ræðurn­ar verða klukk­an eitt í nótt að ís­lensk­um tíma en ABC News held­ur utan um þær og sjón­varp­ar. Einnig verður hægt að horfa á þær á YouTu­be-rás ABC News.

Það er mikið í húfi en Trump og Harris mæl­ast hníf­jöfn í könn­un­um og for­skot Harris á Trump hef­ur dvínað ei­lítið á allra síðustu dög­um. Þá hef­ur Trump aft­ur tekið fram úr Harris í kjör­manna­kerf­inu sam­kvæmt RealC­learPolitics.

Kapp­ræðurn­ar fara fram í Stjórn­ar­skrár­setr­inu í Penn­sylvan­íu.
Kapp­ræðurn­ar fara fram í Stjórn­ar­skrár­setr­inu í Penn­sylv­an­íu. AFP/​Getty Ima­ges/​Kevin Dietsch

Mögu­lega einu kapp­ræðurn­ar

For­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um fara fram 5. nóv­em­ber. Ekki er búið að semja um aðrar kapp­ræður og því verður þetta mögu­lega eina tæki­færi kjós­enda til að sjá fram­bjóðend­urna mæt­ast.

ABC mun ekki gefa út hvaða mál verða helst rædd, en ætla má að meðal ann­ars verði farið yfir efna­hags­mál, út­lend­inga­mál, aðgengi kvenna að þung­un­ar­rofi, ut­an­rík­is­mál og jafn­vel fram­göngu Trumps í kjöl­far þess að hann tapaði síðustu for­seta­kosn­ing­um.

Kapp­ræðurn­ar munu standa yfir í 90 mín­út­ur og verða tvö aug­lýs­inga­hlé.

Margar hendur vinna létt verk. Hér má sjá uppsetningu á …
Marg­ar hend­ur vinna létt verk. Hér má sjá upp­setn­ingu á kapp­ræðusviðinu. AFP/​Getty Ima­ges/​Chip Somodevilla
mbl.is