Telja Harris sigurvegara gærkvöldsins

Mikill meirihluti telur Harris hafa borið af í gærkvöldi.
Mikill meirihluti telur Harris hafa borið af í gærkvöldi. AFP

Meiri­hluti banda­rískra kjós­enda sem horfðu á kapp­ræðurn­ar á milli Don­alds Trumps og Kamölu Harris í gær­kvöldi telja að Harris hafi staðið sig bet­ur en Trump. 

Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un CNN en 63% svar­enda töldu Harris hafa borið af en 37% þeirra fannst Trump standa sig bet­ur í kapp­ræðunum sem fóru fram á sjón­varps­stöðinni ABC.

Fyr­ir kapp­ræðurn­ar sýndi könn­un meðal sömu kjós­enda að fyr­ir­fram töldu 50% þeirra að Harris mundi hafa vinn­ing­inn í kapp­ræðunum og 50% Trump.

Þá kom fram í könn­un­inni að 96% stuðnings­manna Harris töldu að hún hafi staðið sig bet­ur og 67% stuðnings­manna Trumps að hann hafi staðið sig bet­ur.

Mik­ill viðsnún­ing­ur

Kjós­end­ur sem fylgd­ust með kapp­ræðunum voru al­mennt með já­kvæðara viðhorf gagn­vart Harris að þeim lokn­um en þær höfðu lít­il áhrif á álit kjós­enda á Trump.

Þá virðist gær­kvöldið hafa haft lít­il áhrif á hvar kjós­end­ur telja að styrk­leik­ar fram­bjóðend­anna liggja en meiri­hluti tel­ur Trump enn betri kost þegar kem­ur að efna­hag lands­ins og inn­flytj­enda­mál­um á meðan Harris er tal­in betri kost­ur þegar kem­ur að mál­efn­um tengd­um þung­un­ar­rofi og því að standa vörð um lýðræðið.

Lang­flest­ir sem fylgd­ust með kapp­ræðunum segja að þær hafi ekki haft nein áhrif á hvernig þeir muni kjósa í for­seta­kosn­ing­un­um í nóv­em­ber en þó voru stuðnings­menn Trumps lík­legri en stuðnings­menn Harris til að segja að kapp­ræðurn­ar gæfu ástæðu til að end­ur­hugsa at­kvæði sitt.

Þess­ar niður­stöður marka mik­inn viðsnún­ing frá kapp­ræðum Don­alds Trumps og Joe Bidens sem áttu sér stað í lok júní en eft­ir þær taldi 67% að Trump hefði staðið sig bet­ur en Biden.

mbl.is