Spursmál: Sjávarútvegur í skotlínu stjórnmálamanna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra hyggst leggja til­lög­ur til laga­breyt­inga fyr­ir þingið á kom­andi hausti sem miða að því að auka gjald­töku á sjáv­ar­út­veg­inn.

    Til­lög­urn­ar eru sagðar byggja á verk­efn­inu Auðlind­in okk­ar sem þáver­andi mat­vælaráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, fylgdi úr hlaði á sín­um tíma. Til­lög­urn­ar eru um­deild­ar og hafa for­svars­menn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi verið gagn­rýn­ir á málið.

    Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi mæt­ir í Spurs­mál og verður meðal ann­ars spurð hvert sé rétt af­gjald fyr­ir sjáv­ar­auðlind­ina hring­inn í kring­um landið.

    Þingið hefst og verka­lýðsfor­yst­an mót­mæl­ir

    Í frétt­ir vik­unn­ar mæta þau Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, alþing­ismaður fyr­ir Viðreisn, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, til leiks.

    Þar verður meðal ann­ars farið yfir þing­setn­ing­una sem fram fór í vik­unni, stefnuræðu for­seta og mót­mæli sem sam­tök launa­fólks boðaði til á miðviku­dag á Aust­ur­velli.

    Allt þetta í Spurs­mál­um á morg­un kl. 14 á mbl.is.

    mbl.is