Harris vann kappræðurnar en nákvæm áhrif óljós

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Kamala Harris, for­setafram­bjóðandi demó­krata, vann kapp­ræðurn­ar á móti Don­ald Trump, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana, nokkuð af­ger­andi ef marka má meðaltal þriggja kann­ana sem ABC tók sam­an. 

    Í nýj­asta þætti Spurs­mála fór blaðamaður­inn Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son yfir kapp­ræðurn­ar og hvaða áhrif þær kynnu að hafa.

    Þá var einnig sýnt mynd­skeið frá AFP-frétta­veit­unni, sem hafði tekið sam­an nokk­ur áhuga­verð augna­blik úr kapp­ræðunum. 

    Hér má sjá hvað áhorfendum fannst um kappræðurnar.
    Hér má sjá hvað áhorf­end­um fannst um kapp­ræðurn­ar. Tölvu­teiknuð mynd/​Spurs­mál

    Segja stjórn­end­ur ekki hafa verið sann­gjarna

    Her­mann nefndi að demó­krat­ar væru sátt­ir við frammistöðu Harris en re­públi­kan­ar væru með mis­mun­andi skoðanir.

    Þó væru flest­ir re­públi­kan­ar á því máli að stjórn­end­ur kapp­ræðnanna hefðu ekki verið sann­gjarn­ir gagn­vart Trump, þar sem hann var leiðrétt­ur fyr­ir að fara með fleip­ur en Harris ekki, þó að hún hafi einnig verið staðin að því að fara með fleip­ur. 

    ABC tók sam­an meðaltal þriggja kann­ana sem gerðar voru meðal kjós­enda sem horfðu á kapp­ræðurn­ar og sögðu 57% Harris hafa staðið sig bet­ur en 34% sögðu Trump hafa staðið sig bet­ur. 9% tóku ekki af­stöðu. 

    Hér má sjá stöðuna í kjörmannakerfinu að svo stöddy byggt …
    Hér má sjá stöðuna í kjör­manna­kerf­inu að svo stöd­dy byggt á gögn­um RealC­le­ar Politics. Tölvu­teiknuð mynd/​Spurs­mál

    Trump leiðir í kjör­manna­kerf­inu

    Kann­an­ir eru rétt byrjaðar að ber­ast í kjöl­far kapp­ræðnanna. Sam­kvæmt RealC­le­ar Politics leiðir Trump í kjör­manna­kerf­inu en Harris leiddi í því fyr­ir viku.

    Rétt er að taka fram að þetta er byggt á könn­un­um sem gerðar voru fyr­ir kapp­ræðurn­ar og því verður áhuga­vert að fara yfir stöðuna að viku liðinni.  

    Gera má ráð fyr­ir því að Harris hafi styrkt sig

    Fáir kjós­end­ur eru óákveðnir og er sig­ur í kapp­ræðum ekki ávís­un á sig­ur í kosn­ing­um. Á meðan beðið er eft­ir könn­un­um tek­ur óviss­an við um það hver ná­kvæm áhrif kapp­ræðnanna eru.

    Þó má gera ráð fyr­ir því að Harris hafi styrkt stöðu sína eitt­hvað. 

    Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­tök­una má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og YouTu­be.

     

    mbl.is