Spursmál: Misheppnuð mótmæli og sjávarútvegurinn pakkar í vörn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir eru …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. María Matthíasdóttir

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Var hún meðal ann­ars kraf­in svara um rétt og sann­gjörn af­gjöld fyr­ir sjáv­ar­auðlind­ina við strend­ur Íslands í tengsl­um við til­lögu sem mat­vælaráðherra hyggst leggja fram á næstu haust­mánuðum.

Þátt­ur­inn var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­tök­una má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og YouTu­be.

SFS gagn­rýn­ir til­lög­ur mat­vælaráðherra

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra hyggst leggja fram laga­breyt­inga­til­lög­ur fyr­ir Alþingi sem lúta að auk­inni gjald­töku sjáv­ar­út­vegs­ins.

Til­lög­ur mat­vælaráðherra eru sprottn­ar upp úr verk­efni sem fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra, Svandís Svavars­dótt­ir, fylgdi úr hlaði á sín­um tíma und­ir for­merkj­um Auðlind­in okk­ar. Laga­breyt­inga­til­lög­urn­ar eru um­deild­ar og hef­ur for­ystu­fólk Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi gagn­rýnt til­lög­ur ráðherr­ans harðlega að und­an­förnu.

Þing­setn­ing og mót­mæli launa­fólks

Þau Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­kona Viðreisn­ar, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­grein­sam­bands­ins, mættu einnig í settið og rýndu í það sem helst bar á góma í frétt­um líðandi viku.

Ræddu þau meðal ann­ars um setn­ingu þings­ins sem fram fór í byrj­un vik­unn­ar, stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra, mót­mæli launa­fólks á Aust­ur­velli á miðviku­dag og margt fleira.

Fylgstu með Spurs­mál­um alla föstu­daga klukk­an 14 hér á mbl.is. Spurs­mál eru einnig aðgengi­leg á Spotify og öll­um helstu streym­isveit­um.

mbl.is