Molar hagfelldir Vinstri grænum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Þetta eru mol­ar sem eru hag­felld­ir Vinstri græn­um. Þetta eru ekki mol­ar sem ég tel að sé samstaða um í rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um. Það er þegar komið í ljós því for­sæt­is­ráðherra tjáði sig með þeim hætti á fund­in­um hjá okk­ur að hon­um hugnaðist það ekki eða hon­um fynd­ist þetta sér­kenni­leg til­laga til hækk­un­ar á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi.“

    Þetta seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, þegar hún er innt eft­ir því hvort hún telji lík­ur á að frum­varp mat­vælaráðherra um breyt­ing­ar á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi nái fram að ganga. Heiðrún er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni.

    Vilji ráðherr­ans ráði för

    Heiðrún Lind er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni. Bend­ir hún á að fyr­ir­ætlan­ir um heild­ar­end­ur­skoðun á lög­gjöf um fisk­veiðar hafi nú þegar runnið út í sand­inn en sú lög­gjöf var sögð eiga að byggj­ast á verk­efn­inu Auðlind­in okk­ar, sem Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi ráðherra mála­flokks­ins, hratt úr vör á sín­um tíma. Það hafi í raun verið yf­ir­varp að lög­gjöf á grunni þeirr­ar vinnu myndi end­ur­spregla víðtækt sam­ráð og aðkomu ólíkra aðila.

    „[...] á end­an­um er þetta auðvitað hin póli­tíska ábyrgð ráðherra og hann er ekki að fara að leggja fram frum­vörp sem eru í and­stöðu við hans eig­in stefnu. Þannig að eðli máls sam­kvæmt verða frum­vörp­in alltaf VG-leg. Þannig að núna er búið að skræla af þessu frum­varpi sem áttu að vera heild­ar­lög um sjáv­ar­út­veg með fullt af krús­ídúll­um í, niður í þessi fáu frum­vörp sem eru íraun bara göm­ul hjart­ans mál VG,“ seg­ir Heiðrún Lind.

    Viðtalið við Heiðrúnu Lind má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan. Auk henn­ar eru mætt á svæðið þau Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Þor­björg Gunn­laugs­dótt­ir, alþing­ismaður fyr­ir Viðreisn.

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:

    Bloggað um frétt­ina