This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Þetta eru molar sem eru hagfelldir Vinstri grænum. Þetta eru ekki molar sem ég tel að sé samstaða um í ríkisstjórnarflokkunum. Það er þegar komið í ljós því forsætisráðherra tjáði sig með þeim hætti á fundinum hjá okkur að honum hugnaðist það ekki eða honum fyndist þetta sérkennileg tillaga til hækkunar á gjaldtöku í sjávarútvegi.“
Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þegar hún er innt eftir því hvort hún telji líkur á að frumvarp matvælaráðherra um breytingar á gjaldtöku í sjávarútvegi nái fram að ganga. Heiðrún er gestur Spursmála að þessu sinni.
Heiðrún Lind er gestur Spursmála að þessu sinni. Bendir hún á að fyrirætlanir um heildarendurskoðun á löggjöf um fiskveiðar hafi nú þegar runnið út í sandinn en sú löggjöf var sögð eiga að byggjast á verkefninu Auðlindin okkar, sem Svandís Svavarsdóttir, þáverandi ráðherra málaflokksins, hratt úr vör á sínum tíma. Það hafi í raun verið yfirvarp að löggjöf á grunni þeirrar vinnu myndi endurspregla víðtækt samráð og aðkomu ólíkra aðila.
„[...] á endanum er þetta auðvitað hin pólitíska ábyrgð ráðherra og hann er ekki að fara að leggja fram frumvörp sem eru í andstöðu við hans eigin stefnu. Þannig að eðli máls samkvæmt verða frumvörpin alltaf VG-leg. Þannig að núna er búið að skræla af þessu frumvarpi sem áttu að vera heildarlög um sjávarútveg með fullt af krúsídúllum í, niður í þessi fáu frumvörp sem eru íraun bara gömul hjartans mál VG,“ segir Heiðrún Lind.
Viðtalið við Heiðrúnu Lind má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk hennar eru mætt á svæðið þau Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, alþingismaður fyrir Viðreisn.