Karlar á fimmtugsaldri líklegastir til að kjósa Trump

Harris er vinsælli meðal Íslendinga en Trump.
Harris er vinsælli meðal Íslendinga en Trump. AFP

Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna og for­setafram­bjóðandi demó­krata, nýt­ur yf­ir­gnæf­andi stuðnings meðal Íslend­inga.

Sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup myndi 91% ís­lensku þjóðar­inn­ar kjósa hana ef hægt væri að greiða at­kvæði í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um.

Aðeins 9% segj­ast myndu kjósa Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta og for­setafram­bjóðanda re­públi­kana.

Kon­ur eru lík­legri en karl­ar til að kjósa Harris. Þannig lýsa 96% kvenna stuðningi við vara­for­set­ann sam­an­borið við 85% karla. Þá myndu 15% karla kjósa Trump en aðeins 4% kvenna.

Hér má líta niðurstöður Gallup.
Hér má líta niður­stöður Gallup.

Mest­ur stuðning­ur við Harris meðal fólks á sex­tugs­aldri

Sá ald­urs­hóp­ur sem væri lík­leg­ast­ur til að kjósa Harris er fólk á aldr­in­um 50-59 ára. 97% þeirra segj­ast myndu kjósa Harris en aðeins 3% segj­ast myndu kjósa Trump.

Sá ald­urs­hóp­ur sem væri lík­leg­ast­ur til að kjósa Trump er fólk á aldr­in­um 40-49 ára. 15% segj­ast myndu kjósa Trump en 85% segj­ast myndu kjósa Harris. 

Þannig má áætla að karl­menn á fimm­tugs­aldri séu lík­leg­ast­ir til að kjósa Trump.

Þeir sem skila auðu lík­leg­ast­ir til að styðja Trump

Þegar tekið er mið af skoðunum fólks á ís­lensk­um stjórn­mál­um kem­ur í ljós að þeir sem myndu skila auðu eða ekki kjósa ef gengið yrði til alþing­is­kosn­inga eru jafn­framt sá hóp­ur sem er lík­leg­ast­ur til að greiða Trump at­kvæði.

Alls 30% þeirra myndu greiða Trump at­kvæði og 70% myndu greiða Harris at­kvæði.

Þar á eft­ir koma kjós­end­ur Miðflokks­ins en 28% þeirra myndu greiða Trump at­kvæði og 72% myndu greiða Harris at­kvæði.

Alls myndu 21% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins greiða Trump at­kvæði og 79% greiða Harris at­kvæði.

Þá myndu 16% kjós­enda Flokks fólks­ins greiða Trump at­kvæði og 84% greiða Harris at­kvæði.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti kjós­enda annarra stjórn­mála­flokka styður þó Harris. Aðeins 3-4% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sósí­al­ista­flokks­ins og Pírata segj­ast myndu kjósa Trump.

Þá sögðust all­ir kjós­end­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna styðja Harris.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina