Er 83% skattur á hagnað hæfilegur?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:42
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:42
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Það er vel í lagt að láta sjáv­ar­út­veg­inn greiða 33% af hagnaði af fisk­veiðum í sér­stakt veiðigjald. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi seg­ir skatt­lagn­ing­una draga úr fjár­fest­ing­ar­getu fyr­ir­tækj­anna í grein­inni.

Þetta kem­ur fram í sam­tali við Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra SFS í Spurs­mál­um.

Nærri 60% með tekju­skatt­in­um

Bend­ir hún á að sé tekið til­lit til tekju­skatts þá greiði út­gerðin 58% af hagnaði sín­um í skatta.

Umræðan um þetta spinnst í kjöl­far þess að mat­vælaráðherra hef­ur lagt fram frum­varp sem miðar að því að hækka veiðigjaldið enn frek­ar og banna um leið að gjaldið sé frá­drátt­ar­bært við út­reikn­ing á tekju­skatti.

Sam­kvæmt skýrslu sem hag­fræðing­arn­ir Birg­ir Þór Run­ólfs­son og Ragn­ar Árna­son tóku sam­an fyr­ir SFS kem­ur fram að með breyt­ing­un­um verði virk­ur tekju­skatt­ur á veiðar á botn­fisk­teg­und­um 71%, nái áform ráðherr­ans fram að ganga og 83% á upp­sjáv­ar­teg­und­ir.

Heiðrún Lind nefn­ir í viðtal­inu að nú­ver­andi skatt­heimta sé íþyngj­andi, þrengi að fyr­ir­tækj­un­um um ný­fjár­fest­ingu ým­is­kon­ar.

„Þetta eru mörg fyr­ir­tæki og fjöl­breytt­ur at­vinnu­rekst­ur í sjáv­ar­út­vegi og fisk­veiðum. Það eru lít­il fyr­ir­tæki og stór fyr­ir­tæki. Okk­ur hætt­ir til að horfa ein­vörðungu til þeirra sem eru mest áber­andi. Fjár­fest­ing­ar hafa verið blóm­leg­ar, klár­lega, 2022 voru fjár­fest­ing­ar rétt rúm­lega 30 millj­arðar, bæði í skip­um og  vinnslu en fjár­fest­ing­ar þurfa að vera vel yfir 20 millj­arðar króna, bara í end­ur­nýj­un skipa og tækja um borð í skip­um þannig að við séum að halda dampi. Skipa­flot­inn er enn þá til­tölu­lega gam­all, þrátt fyr­ir að við horf­um á þessi glæsi­legu skip,“ seg­ir Heiðrún.

Orku­skipt­in mik­il áskor­un

Og hún bend­ir á að fyr­ir­huguð orku­skipti feli einnig í sér gríðarleg­ar áskor­an­ir fyr­ir grein­ina.

„Þannig að end­ur­nýj­un­ar er áfram þörf en síðan meg­um við held­ur ekki horfa fram hjá því að það er verk­efni í gangi um það að fara í orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi. ÞAð hvað kem­ur í staðinn fyr­ir olíu er ekki komið en það eru fram veg­inn enn meiri fjár­fest­ing­ar en eru í dag. Bara það að fjár­festa í nýrri tækni til að spara olíu, það get­ur þýtt 20, 30 og upp í 50% dýr­ara skip. Þannig að ef skip kost­ar 7-8 millj­arða í dag, segj­um frysti­tog­ari þá get­ur það farið vel yfir 10 millj­arða króna, eitt, einn frysti­tog­ari, þannig að þetta eru mikl­ar fjár­fest­ing­ar sem þurfa að eiga sér stað og þá verður maður að gæta þess að ríkið taki ekki of stór­an skerf til sín þannig að það verði ekki borð fyr­ir báru til að fjár­festa.“

Viðtalið við Heiðrúnu Lind má sjá og heyra í heild sinni hér

mbl.is