Heiðrún Lind spurð út í mögulegt formannsframboð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:48
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:48
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Nafn Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur hef­ur oft verið nefnt í bolla­legg­ing­um um mögu­leg­an arf­taka Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar og ef hann læt­ur gott heita á því sviði.

Fram­kvæmda­stjóri í átta ár

Í Spurs­mál­um gekk þátt­ar­stjórn­andi á Heiðrúnu Lind um þetta efni og spurði hana hvort hún hygðist láta slag standa en henni hef­ur þótt tak­ast vel upp í hags­muna­bar­áttu fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn síðustu átta árin þar sem hún hef­ur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins en miklar bollaleggingar hafa verið …
Bjarni Bene­dikts­son er formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins en mikl­ar bolla­legg­ing­ar hafa verið uppi um hvort hann muni stíga til hliðar á lands­fundi í fe­brú­ar. Sam­sett mynd

Dá­ist að fólki í póli­tík

Heiðrún seg­ist dást að fólki sem leggi hinn póli­tíska vett­vang fyr­ir sig, en sjálf seg­ist hún ekki á leið í póli­tík.

Mörg nöfn hafa verið dreg­in upp úr hatt­in­um að und­an­förnu í bolla­legg­ing­um um mögu­leg­an arf­taka Bjarna. Þar hafa, auk vara­for­manns­ins, Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur verið nefnd­ir aðrir ráðherr­ar flokks­ins, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, sem raun­ar gerði at­lögu að Bjarna á síðasta lands­fundi og Guðrún Haf­steins­dótt­ir, sem gustað hef­ur um að und­an­förnu. Þá hef­ur nafn Jóns Gunn­ars­son­ar, fyrr­um dóms­málaráðherra einnig verið nefnt inn­an þingliðsins.

Utan þings hef­ur auk Heiðrún­ar verið rætt um Elliða Vign­is­son, sveit­ar­stjórn­ar­mann til ára­tuga og nú­ver­andi bæj­ar­stjóra í Ölfusi og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóra SA og nú­ver­andi for­stjóra fast­eigna­fé­lags­ins Heima.

Póli­tík­in er alstaðar

Þessa dag­ana stíg­ur hún hins veg­ar póli­tíska öldu í kjöl­far þess að mat­vælaráðherra kynnti frum­varp um stór­tæk­ar breyt­ing­ar á gjald­töku á sjáv­ar­út­veg­inn. Eru þau mál meðal ann­ars til umræðu í Spurs­mál­um að þessu sinni.

Viðtalið við Heiðrúnu Lind má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is