Högg fyrir Harris

Ólíkt demókrötum urðu repúblikanar við beiðni Teamster-formannsins um að fá …
Ólíkt demókrötum urðu repúblikanar við beiðni Teamster-formannsins um að fá að flytja ræðu á landsfundi. Nú súpa demókratar seyðið af því, þar sem 1,3 milljóna manna verkalýðsfélag - sem hefur margoft áður stutt við Demókrata - neitar að taka afstöðu í komandi kosningum. AFP

Eitt stærsta verka­lýðsfé­lag Banda­ríkj­anna seg­ist ekki ætla að taka af­stöðu í kom­andi for­seta­kosn­ing­un­um vest­an­hafs, ólíkt því sem hef­ur gerst í síðustu kosn­ing­um. Verka­lýðsfé­lagið er afar sundrað fyr­ir vikið.

Team­ster-fé­lagið, sem er með um 1,3 millj­ón­ir fé­lags­manna, sagði í yf­ir­lýs­ingu í dag að það hygðist ekki taka af­stöðu með for­setafram­bjóðanda.

Banda­ríska stór­blaðið New York Times grein­ir frá. 

Þetta ber að líta sem högg fyr­ir Harris-fram­boðið en hingað til hef­ur Kamala Harris vara­for­seti hlotið stuðning frá flest­um stærri verka­lýðsfé­lög­um í Banda­ríkj­un­um.

Plan Trumps að virka

Þó yf­ir­lýs­ing Team­ster-fé­lags­ins sé fjarri því að vera stuðnings­yf­ir­lýs­ing við Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, er yf­ir­lýs­ing­in tal­in merki um að til­raun­ir Trumps um að reyna að vinna formann fé­lags­ins yfir á sitt band hafi tek­ist að ein­hverju leyti.

Trump hef­ur nefni­lega að und­an­förnu sóst eft­ir hylli Se­ans O’Brien, for­manns Team­ster-fé­lags­ins, með því að bjóða hon­um á einka­klúbba og jafn­vel heim til sín í Mar-a-Lago. Þá upp­fyllti Trump einnig ósk O’Briens um að fá að tala á lands­fundi re­públi­kana í júlí.

Lands­fund­ur demó­krata synjaði hins veg­ar beiðni verka­lýðsleiðtog­ans um ræðu, en sá fund­ur var hald­inn eft­ir að O'Brien hafði ávarpað re­públi­kana.

Kreddu­leysi O’Brien gagn­vart Trump hef­ur þó skapað sundr­ung inn­an verka­lýðsfé­lags­ins, þar sem en Trump hef­ur m.a. skipað menn sem tala gegn hags­mun­um verka­manna í banda­ríska vinnu­málaráðsins (NLRB).

Þá hrósaði Trump auðkýf­ingn­um Elon Musk ný­lega fyr­ir að segj­ast vilja reka verka­menn sem fara í verk­fall.

mbl.is