Einróma stuðningur við virkjanir

Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá.
Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Tölvumynd/Landsvirkjun

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna er hlynnt­ur frek­ari virkj­un orku í land­inu, en andstaðan hverf­andi, sam­kvæmt skoðana­könn­un Gallup um um­hverf­is­mál, sem gerð var fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA).

Í heild­ina voru 83% hlynnt „auk­inni grænni orku­fram­leiðslu“ í land­inu, um 15% tóku ekki af­stöðu, en aðeins 2,6% voru and­víg frek­ari orku­öfl­un.

Ef aðeins er horft til þeirra, sem af­stöðu tóku, eru 97% svar­enda hlynnt auk­inni virkj­un orku, en 3% and­víg.

Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) auk­inni grænni orku­fram­leiðslu á Íslandi?“ til þess að aðgreina virkj­un um­hverf­i­s­vænna og end­ur­nýj­an­legra orku­auðlinda frá raf­orku­fram­leiðslu með bruna jarðefna­eldsneyt­is.

Könn­un Gallup var gerð 23. ág­úst til 5. sept­em­ber, en all­marg­ar spurn­ing­ar um um­hverf­is­mál voru þar lagðar fyr­ir 1.943 manna úr­tak fólks af öllu land­inu, 18 ára og eldra, sem valið var af handa­hófi úr viðhorfs­hópi Gallup. 928 svöruðu og svar­hlut­fall því 48%.

Kem­ur ekki á óvart

Morg­un­blaðið bar þessi tíðindi und­ir Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra, sem sagði niður­stöðurn­ar ríma við til­finn­ingu sína um al­menna af­stöðu lands­manna og stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins í orku­mál­um.

„Góð lífs­kjör á Íslandi eru ná­tengd nýt­ingu grænna virkj­ana­kosta, fall­vatna og heita vatns­ins. Þannig verður það áfram,“ seg­ir Bjarni. „Þessu gera Íslend­ing­ar sér vel grein fyr­ir og því kem­ur þessi niðurstaða ekki á óvart.“

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SA tek­ur í sama streng og minn­ir á að orka sé und­ir­staða hag­sæld­ar í heim­in­um.

„Það er feikna­sterk fylgni milli orku­notk­un­ar þjóða og þeirra verðmæta sem þær skapa. Það er því ánægju­legt að sjá ný orku­verk­efni fara af stað, Suður­nesjalínu tvö og jarðhita­leitar­átak. En bet­ur má ef duga skal,“ seg­ir hún, auk­in græn orku­fram­leiðsla sé nauðsyn­leg til þess að halda orku­verði sam­keppn­is­hæfu.

„Þannig tryggj­um við að tæki­fær­in séu fyr­ir hendi til þess að hægt sé að skapa verðmæti hér á landi og und­ir­bú­um jarðveg­inn til þess að ráðast í orku­skipt­in af full­um krafti,“ seg­ir hún og hvet­ur til að stjórn­sýsla í tengsl­um við orku­öfl­un hér á landi verði ein­földuð til muna.

Sig­ríður Mar­grét seg­ir nauðsyn­legt að tvö­falda græna orku­fram­leiðslu á Íslandi til þess að ljúka orku­skipt­um að fullu.

Könn­un Gallup var gerð til þess að afla svara fyr­ir árs­fund SA, sem hald­inn verður í Hörpu í dag og hefst kl. 15.00. Á fund­in­um verður sjón­um sér­stak­lega beint að um­hverf­i­s­vænu at­vinnu­lífi und­ir kjör­orðinu „Sam­taka um græn­ar lausn­ir“.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: