Hangir stjórnin á bláþræði?

Forystufólk úr þremur flokkum sem sæti eiga á Alþingi mæta …
Forystufólk úr þremur flokkum sem sæti eiga á Alþingi mæta á vettvang Spursmála á morgun. Tvö úr stjórnarandstöðunni og einn úr meirihlutanum. Af nógu verður að taka.

Hótaði VG stjórn­arslit­um til að koma í veg fyr­ir brott­flutn­ing Yaz­ans Tamim­is úr landi? Munu stjórn­ar­flokk­arn­ir halda sam­an allt til enda kjör­tíma­bils eða eru brest­ir í sam­starf­inu orðnir of mikl­ir?

Allt þetta verður uppi á borðum í Spurs­mál­um á morg­un.

Þá mæta þau Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og alþing­ismaður og Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­um dóms­málaráðherra, til Stef­áns Ein­ars og ræða frétt­ir vik­unn­ar.

Í síðari hluta þátt­ar­ins mæt­ir svo Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins og með því má segja að kosn­inga­bar­átt­an frá sjón­ar­horfni Spurs­mála sé haf­in. Hvort sem 12 mánuðir lifi af kjör­tíma­bil­inu eða eitt­hvað styttra er ljóst að stjórn­mála­for­ingj­ar lands­ins eru farn­ir að setja sig í stell­ing­ar fyr­ir kom­andi átök og öll skref og ákv­arðanir verða að skoðast í ljósi þess að inn­an árs munu Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu og velja nýja for­ystu yfir landið.

Fylg­ist með spenn­andi þætti á mbl.is á morg­un kl. 14:00.

mbl.is