„Hví erum við dýrasta land í heimi?“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:37
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:37
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins vill kalla er­lenda sér­fræðinga til lands­ins til þess að gera út­tekt á því af hverju Ísland sé dýr­asta land í heimi [eng­ar alþjóðleg­ar rann­sókn­ir benda til þess að Ísland sé dýr­asta land í heimi þótt landið skori gjarn­an hátt á list­um yfir lifi­kostnað fólks. - inn­skot blaðamanns].

Seg­ir hann mik­il­vægt að svara því meðal ann­ars hvort söku­dólg­ur­inn fyr­ir dýrtíðinni hér á landi sé ís­lenska krón­an eða ekki.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Vil­hjálm í Spurs­mál­um. Hann hef­ur áður kallað eft­ir út­tekt af þessu tagi og óskað eft­ir sam­starfi vð Sam­tök at­vinnu­lífs­ins þar um. Þau hafa ekki orðið við þeirri beiðni.

Digr­ir sjóðir til að fjár­magna út­tekt­ina

Í þætt­in­um er Vil­hjálm­ur spurður hvort hon­um sé ekki í lófa lagið að ráðast í þessa út­tekt sjálf­ur, enda sitji verka­lýðshreyf­ing­in á digr­um sjóðum sem nýta mætti til að fjár­magna hina er­lendu sér­fræðinga.

Í spil­ar­an­um hér að ofan má sjá orðaskipt­in um þetta mál sem urðu æði snörp og hressi­leg.

Viðtalið við Vil­hjálm má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan. Hann er gest­ur Spurs­mála ásamt Þor­björgu Gunn­laugs­dótt­ur, alþing­is­manni Viðreisn­ar.

mbl.is