This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins vill kalla erlenda sérfræðinga til landsins til þess að gera úttekt á því af hverju Ísland sé dýrasta land í heimi [engar alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að Ísland sé dýrasta land í heimi þótt landið skori gjarnan hátt á listum yfir lifikostnað fólks. - innskot blaðamanns].
Segir hann mikilvægt að svara því meðal annars hvort sökudólgurinn fyrir dýrtíðinni hér á landi sé íslenska krónan eða ekki.
Þetta kemur fram í viðtali við Vilhjálm í Spursmálum. Hann hefur áður kallað eftir úttekt af þessu tagi og óskað eftir samstarfi vð Samtök atvinnulífsins þar um. Þau hafa ekki orðið við þeirri beiðni.
Í þættinum er Vilhjálmur spurður hvort honum sé ekki í lófa lagið að ráðast í þessa úttekt sjálfur, enda sitji verkalýðshreyfingin á digrum sjóðum sem nýta mætti til að fjármagna hina erlendu sérfræðinga.
Í spilaranum hér að ofan má sjá orðaskiptin um þetta mál sem urðu æði snörp og hressileg.
Viðtalið við Vilhjálm má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hann er gestur Spursmála ásamt Þorbjörgu Gunnlaugsdóttur, alþingismanni Viðreisnar.