Forstöðumenn sem skili halla axli ábyrgð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:43
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:43
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Taki Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son við lykla­völd­un­um að stjórn­ar­ráðinu að lokn­um kosn­ing­um verður hans fyrsta verk að stöðva halla­rekst­ur rík­is­ins. Hann seg­ir all­an ár­ang­ur byggja á þeirri for­sendu. Þá verði for­stöðumenn rík­is­stofn­ana að axla sína ábyrgð.

Sig­mund­ur Davíð er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni en með viðtal­inu hleypa Spurs­mál af stokk­un­um um­fjöll­un sinni og yf­ir­ferð í aðdrag­anda þing­kosn­inga sem fram munu fara í síðasta lagi að ári liðnu. Ekki er þó talið ólík­legt að Bjarni Bene­dikts­son muni sæta fær­is og boða til kosn­inga í vor, haldi stjórn­ar­sam­starfið fram á þann tíma.

Ljóst er að all­ir flokk­arn­ir sem hyggj­ast bjóða fram til þings eru nú að koma sér í start­hol­urn­ar vegna kom­andi kosn­inga. Þeir brest­ir sem komn­ir eru í stjórn­ar­sam­starfið ýtir við þeim að búa sig und­ir kosn­ing­ar sem boðað gæti verið til hvenær sem er.

Hef­ur áhrif á vaxta­stig og allt annað

„Ný rík­is­stjórn mun þurfa að ná tök­um á rík­is­fjár­mál­un­um því þau hafa áhrif á allt hitt. Þau hafa gríðarleg áhrif á verðbólg­una eins og við höf­um séð og þar af leiðandi vext­ina, á mögu­leika fólks til að eign­ast hús­næði. Þau hafa áhrif á allt í sam­fé­lag­inu. Því á end­an­um þarf fólk að borga, al­menn­ing­ur, skatt­greiðend­ur, ef ríkið er rekið með halla.“

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins í nýj­asta þætti Spurs­mála þegar hann er spurður út í hvert yrði hans helsta for­gangs­verk­efni ef hon­um tæk­ist að mynda meiri­hluta að lokn­um næstu þing­kosn­ing­um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins fer mikinn í Spursmálum.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins fer mik­inn í Spurs­mál­um. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

For­stöðumenn axli ábyrgð

Spurður hvernig hann hygg­ist ná halla­laus­um fjár­lög­um seg­ir hann að ann­ars veg­ar þurfi að fara bet­ur með þá fjár­muni sem varið er í rík­is­rekst­ur­inn og hins veg­ar þurfi ein­fald­lega að leggja af óþörf verk­efni.

Hann seg­ir mik­il­vægt að sýna aðhald og að ef for­stöðumenn rík­is­stofn­ana haldi sig ekki inn­an fjár­heim­ilda verði það að hafa af­leiðing­ar.

„Það teld­ist eðli­legt í al­menn­um fyr­ir­tækja­rekstri að ef menn eyða alltaf meiri og meiri pen­ing­um og fá minna og minna fyr­ir þurfi þeir annaðhvort að taka sig á eða að fá aðra nýja. Auðvitað þekkj­um við að það er orðið mjög erfitt að reka op­in­bera starfs­menn og það get­ur al­veg þurft að fara í það að gefa þeim séns en ef þeir standa sig ekki að fara þá í þær breyt­ing­ar sem þarf að fara í til þess að hægt sé að skipta,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Spand­eri ekki í nýj­an óþarfa

En spurður út í verk­efn­in sem leggja þurfi af seg­ir hann að ríkið þurfi fyrst og síðast að hætta að stofna til nýrra óþarfa út­gjalda. Nefn­ir hann í því sam­bandi nýja Mann­rétt­inda­stofn­un sem komið var á lagg­irn­ar á vorþingi.

Þegar Sig­mund­ur er spurður út í full­yrðing­ar þess efn­is að stofn­un­in eigi raun­ar ræt­ur að rekja til skuld­bind­inga sem rík­is­stjórn hans, sem sat á ár­un­um 2013-2016, hafi und­ir­geng­ist seg­ir hann það af og frá. „Það þurfti ekki að stofna enn aðra mann­rétt­inda­stofn­un­ina til að standa við ein­hverj­ar skuld­bind­ing­ar og ég myndi mæla með því að menn gjaldi alltaf var­hug við því að menn verði að gera eitt­hvað vegna alþjóðlegra skuld­bind­inga,“ ít­rek­ar hann.

Viðtalið við Sig­mund Davíð má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: