Hefði Sigmundur Davíð stöðvað brottvísunina?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, var for­sæt­is­ráðherra á ár­un­um 2013-2016. Í nýj­asta þætti Spurs­mála er hann spurður hvernig hann hefði brugðist við sem slík­ur ef Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, formaður VG hefði hringt í hann um miðja nótt og kraf­ist þess að stöðva brott­flutn­ing á flótta­manni sem verið færi að flytja úr landi.

    Svör Sig­mund­ar eru skýr. Þau má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, en einnig eru þau rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Ekki gripið inn í

    Ef þú hefðir verið for­sæt­is­ráðherra á mánu­dag­inn og fengið þetta sím­tal frá for­manni VG. Hefðir þú kallað dóms­málaráðherr­ann út og stöðvað lög­regluaðgerðina.

    „Nei, ég treysti mér til að full­yrða að ég hefði ekki gert það.“

    Hvað hefðir þú sagt við Guðmund Inga?

    „Ég hefði lík­lega verið kurt­eis þrátt fyr­ir að hafa verið vak­inn um miðja nótt með svona er­indi. En ég hefði sagt að þetta mál er búið að fara í gegn­um allt ferlið og það er aft­ur og aft­ur, tvisvar kom­in niðurstaða í málið. Nú er þetta bara orðið of seint. Fram­kvæmd­in er haf­in. Það var búið að bjóða greiðslur og stuðning og það var búið að tala við yf­ir­völd á spáni sem hefðu tryggt það að veitt yrði næg heil­brigðisþjón­usta. Og það er verið að senda barnið til Bar­sel­óna þar sem að er sér­stakt barna­sjúkra­hús sem er hugs­an­lega það besta í heimi til að fást við þenn­an sjúk­dóm.“

    Við þekkj­um þetta úr úr­sk­urðinum.

    „Síðan hefði ég boðið góða nótt.“

    En ef hann hefði hótað stjórn­arslit­um?

    mbl.is

    Ekki hægt a

    „Menn geta ekki lifað und­ir stöðugri ógn um það að ef ekki verður látið und­an þá er ég bara hætt­ur með þér, þá er ég far­inn.“

    En er Bjarni Ben ekki að sanna að það er hægt að lifa við slík­ar aðstæður?

    „Jú en þú sérð afrakst­ur­inn af slíku ástandi. Þannig að á ein­hverj­um tíma­punkti þarf að segja þetta gott.“

    Sigmundur Davíð er nýjasti gestur Spursmála.
    Sig­mund­ur Davíð er nýj­asti gest­ur Spurs­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Illind­in aug­ljós

    Hvaða af­leiðing­ar hef­ur þetta mál núna í kjöl­farið?

    „Það hef­ur aug­ljós­lega haft þær af­leiðing­ar að spenn­an inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar og svona illind­in, ef það er ekki of djúpt í ár­inni tekið, hafa lík­lega aldrei verið meiri. En fyrst og fremst hef­ur þetta þær af­leiðing­ar að næsta svona mál er bara hand­an við hornið. Bjarni Bene­dikts­son sagði að þetta væri ekki for­dæmi. Ókei. kannski er hægt að færa rök fyr­ir því að þetta sé ekki laga­legt for­dæmi en þetta verður notað sem for­dæmi í öll­um svona mál­um sem upp koma í fram­hald­inu. Og menn munu all­ir vilja að málið sitt verði rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi ef niðurstaðan er mönn­um ekki að skapi. Fyr­ir utan auðvitað öll hin mál­in, orku­mál­in og allt þetta sem bíður.“

    Viðtalið við Sig­mund Davíð má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

    mbl.is