Sauð upp úr milli þingmannanna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Það hitn­ar mjög í kol­un­um í umræðu um hval­veiðar í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þar tak­ast á þau Jón Gunn­ars­son og Inga Sæ­land en umræðan tengd­ist spurn­ing­unni um at­vinnu­frelsi og meint stjórn­ar­skrár­brot.

    Í þætt­in­um seg­ir Jón að stjórn­ar­andstaðan, sem tíðrætt verði um meint lög­brot ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, standi jafn­vel vörð um stjórn­ar­skrár­brot þar sem at­vinnu­frelsi fólks sé fót­um troðið.

    Inga gef­ur lítið fyr­ir þessa pillu og fær­ir talið að efn­is­atriðum umræðunn­ar um hval­veiðibann.

    Ljóst er að þing­menn­irn­ir sjá þessi mál með mjög ólík­um hætti. En sjón er sögu rík­ari. Orðaskipt­in um þetta hita­mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan og eru þung orð lát­in falla.

    Viðtalið við Jón Gunn­ars­son og Ingu Sæ­land, þar sem frétt­ir vik­unn­ar eru und­ir, má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan.

    mbl.is