Segir Björn Bjarnason vera eins manns „skrímsladeild“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þann 12. des­em­ber árið 2015 gerðist Ísland aðili að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu svo­kallaða sem kveður á um aðgerðir þjóða til að vinna gegn auk­inni kol­efn­is­los­un. Á þeim tíma var Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra Íslands og var hann í hópi þeirra for­ystu­manna Íslands sem mættu til leiks við Signu­bakka.

    Á síðari árum hef­ur Sig­mund­ur Davíð gerst mjög gagn­rýn­inn í garð þeirra lofts­lagsaðgerða sem stjórn­völd hafa ráðist í síðasta ára­tug­inn eða svo. Hafa gagn­rýn­end­ur hans bent á að það hafi verið und­ir hans for­ystu sem fyrr­nefnd­ur samn­ing­ur var full­gilt­ur af hálfu Íslands.

    Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

    Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
    Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. Sam­sett mynd

    Skrímsli eitt í sinni deild

    Fyr­ir þetta mál svar­ar Sig­mund­ur Davíð í nýj­asta þætti Spurs­mála. Seg­ir hann að meint ábyrgð hans á þessu máli sé kom­in til vegna flökku­sagna sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn breiði út. Geng­ur hann raun­ar svo langt að segja Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, standa í þeirri her­ferð og seg­ir hann orðinn eins kon­ar eins manns „skrímsladeild“ á veg­um flokks­ins.

    Sig­mund­ur full­yrðir að með Par­ís­ar­samn­ingn­um hafi landið aðeins und­ir­geng­ist það sem hann kall­ar viðmið. Hins veg­ar hafi ít­rekuð og yf­ir­grips­mik­il gull­húðun á reglu­verki orðið til þess að Ísland sé nú skuld­bundið til að ganga mjög langt í því að draga úr los­un, raun­ar svo langt að það geri land­inu nær ókleift að standa und­ir þeim kröf­um. Það skýrist af því að árin sem miðað er við í Par­ís­ar­samn­ingn­um taka ekki til­lit til þess hversu langt Ísland hafði þá þegar gengið í sjálf­bær­um orku­lausn­um, bæði hvað varðar hag­nýt­ingu heits vatns við hús­hit­un og raf­orku­fram­leiðslu.

    Viðtalið við Sig­mund Davíð má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina