Segir Sigmund minna á Georg Bjarnfreðarson

Björn Bjarnason segir Davíð minna á Georg Bjarnfreðarson.
Björn Bjarnason segir Davíð minna á Georg Bjarnfreðarson. Samsett mynd

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins, minna á Georg Bjarn­freðar­son, per­sónu úr gam­anþáttaröðinni Næt­ur­vakt­in. 

Þetta seg­ir Björn í pistli á heimasíðu sinni í kjöl­far þess að Sig­mund­ur líkti hon­um við eins manns „skrímsladeild“ í viðtali í Spurs­mál­um.

Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni.
Georg Bjarn­freðar­son í Fanga­vakt­inni.

„Yf­ir­læti Georgs með öll há­skóla­próf­in sín

Sig­mund­ur dró upp þessa viðlík­ingu til að svara gagn­rýni Björns sem hef­ur iðulega minnt á að það var und­ir stjórn Sig­mund­ar sem Ísland gekkst und­ir Par­ís­ar­sam­komu­lagið, bind­andi sam­komu­lag um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda. 

Í pistl­in­um seg­ir Björn: „Yf­ir­læti Georgs með öll há­skóla­próf­in sín á bens­ín­stöðinni kem­ur mér í huga þegar ég les á mbl.is að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son hafi end­ur­tekið í sjón­varpsþætt­in­um Spurs­mál sem blaðið sýn­ir að ég væri eins manns „skrímsladeild“ í Sjálf­stæðis­flokkn­um af því að ég minnti á að Sig­mundi Davíð hentaði ekki núna að minnt væri á að hann skrifaði í des­em­ber 2015 und­ir Par­ís­ar­sam­komu­lagið um lofts­lags­mál.“

Hér fyr­ir neðan má hlusta á Spurs­málaþátt­inn sem um ræðir í heild sinni:

mbl.is