Hvenær vill Framsókn ganga til kosninga?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Verðandi formaður VG vill kjósa næsta vor en flokks­fé­lag­ar henn­ar vilja slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Svandís Svavars­dótt­ir verður að öllu óbreyttu þriðji leiðtogi VG á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili. Þá velta marg­ir vöng­um yfir því hvort Bjarni Bene­dikts­son hygg­ist söðla um og láta af embætti for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi sem hald­inn verður í fe­brú­ar næst­kom­andi.

    Mitt í þessu róti öllu stend­ur Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og á hon­um virðist ekk­ert far­arsnið.

    Hann er gest­ur Spurs­mála á morg­un og verður þar meðal ann­ars spurður að því hvenær hann telji að gengið verði til kosn­inga.

    Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Björn Ingi Hrafnsson eru …
    Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Björn Ingi Hrafns­son eru gest­ir Spurs­mála. Sam­sett mynd

    Frétta­vika full af stór­um tíðind­um

    Í frétt­um vik­unn­ar verður svo rætt við þau Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur hlaðvarps­stjórn­anda og Björn Inga Hrafns­son, rit­stjóra Vilj­ans. Af nægu er að taka í umræðunni enda frétta­vik­an stút­full af áhuga­verðum mál­um, bæði hér heima og að heim­an.

    Spurs­mál fara í loftið á mbl.is kl. 14.00 líkt og alla föstu­daga. Í kjöl­farið er þátt­ur­inn aðgengi­leg­ur á öll­um helstu streym­isveit­um, Spotify og YouTu­be þar á meðal.

    mbl.is