This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Verðandi formaður VG vill kjósa næsta vor en flokksfélagar hennar vilja slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir verður að öllu óbreyttu þriðji leiðtogi VG á yfirstandandi kjörtímabili. Þá velta margir vöngum yfir því hvort Bjarni Benediktsson hyggist söðla um og láta af embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður í febrúar næstkomandi.
Mitt í þessu róti öllu stendur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, og á honum virðist ekkert fararsnið.
Hann er gestur Spursmála á morgun og verður þar meðal annars spurður að því hvenær hann telji að gengið verði til kosninga.
Í fréttum vikunnar verður svo rætt við þau Kristínu Gunnarsdóttur hlaðvarpsstjórnanda og Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans. Af nægu er að taka í umræðunni enda fréttavikan stútfull af áhugaverðum málum, bæði hér heima og að heiman.
Spursmál fara í loftið á mbl.is kl. 14.00 líkt og alla föstudaga. Í kjölfarið er þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum, Spotify og YouTube þar á meðal.