#37. - Spangólandi ráðherrar og ósvífinn stjórnandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Auk hans mættu þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, einn þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Komið gott, og Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, til að rýna í helstu frétt­ir líðandi viku.

    Þátt­ur­inn var sýnd­ur í streymi hér á mbl.is fyrr í dag en upp­töku af hon­um má sjá í spil­ar­an­um hér efst í frétt­inni, á Spotify og YouTu­be og er hún öll­um aðgengi­leg.

    Stærsta spurn­ing­in

    Svandís Svavars­dótt­ir tek­ur við kefl­inu í VG í næstu viku. Hún mun stöðva frek­ari breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Er rík­is­stjórn­in sprung­in vegna þess­ara vend­inga eða munu flokk­arn­ir finna leið út?

    Þetta er stærsta spurn­ing­in í ís­lensk­um stjórn­mál­um þessa stund­ina og miðað við það hversu hratt hlut­irn­ir hafa gerst að und­an­förnu gætu kosn­ing­ar verið hand­an við hornið.

    Til þess að rýna í stöðuna mættu þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, hönnuður og hlaðvarps­stjórn­andi, og Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, í mynd­ver í Há­deg­is­mó­um. Fóru þau yfir það hvaða staða er að teikn­ast upp í stjórn­mál­un­um og hvort Bjarni Bene­dikts­son hafi ein­hver há­spil á hendi til þess að bregðast við þeim eitruðu sókn­ar­leikj­um sem Svandís hef­ur leikið eft­ir að í ljós kom að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son hygðist ekki halda í for­manns­stól­inn í VG held­ur láta hann Svandísi eft­ir.

    Er Svandís bund­in af sam­komu­lag­inu?

    Að loknu sam­tali við Björn Inga og Krist­ínu var röðin kom­in að Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Svo virðist vera sem hann standi mitt á milli Svandís­ar og Bjarna Bene­dikts­son­ar en á sama tíma hef­ur Sig­urður Ingi hand­salað sam­komu­lag við Bjarna og Guðmund Inga Guðbrands­son um að halda stjórn­ar­sam­starf­inu út kjör­tíma­bilið. En er Svandís bund­in af þeim griðasátt­mála?

    Fylgstu með fjör­ugri og upp­lýs­andi umræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14.

    mbl.is