Sláandi lítill munur á fylgi Trump og Harris

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:00
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kamala Harris vara­for­seti leiðir áfram í könn­un­um á landsvísu í Banda­ríkj­un­um og er með naumt for­skot þegar litið er til kjör­manna­kerf­is­ins. Í fimm af síðustu níu könn­un­um í Penn­sylvan­íu­ríki eru Harris og mót­fram­bjóðand­inn Don­ald Trump með jafn mikið fylgi.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­ferð Her­manns Nökkva Gunn­ars­son­ar, blaðamanns á mbl.is og Morg­un­blaðinu, í Spurs­mál­um í dag.

Harris hef­ur tveggja pró­sentu­stiga for­skot á landsvísu sam­kvæmt sam­an­tekt RealC­learPolitics og hafa litl­ar breyt­ing­ar orðið á því að und­an­förnu.

Hægt er að hlusta og horfa á Spurs­mál á Spotify, YouTu­be og öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Áfram er allt í járnum í baráttunni um Hvíta húsið.
Áfram er allt í járn­um í bar­átt­unni um Hvíta húsið. Sam­sett mynd/​AFP/​Joseph Prezi­oso/​Peter Zay

Allt í járn­um í Penn­sylvan­íu

Her­mann minnt­ist á það að fram­bjóðend­ur hefðu varið mikl­um tíma í Penn­sylvan­íu að und­an­förnu enda um að ræða það sveiflu­ríki sem er með flesta kjör­menn.

Harris er þar með 0,6 pró­sentu­stiga for­skot og er það byggt á meðaltali níu kann­anna.

Í fimm af síðustu níu könn­un­um eru báðir fram­bjóðend­ur að mæl­ast með jafn mikið fylgi. Trump leiðir í tveim­ur könn­un­um og Harris leiðir í tveim­ur könn­un­um.

Hér má sjá nýjustu kannanir úr Pennsylvaníu.
Hér má sjá nýj­ustu kann­an­ir úr Penn­sylvan­íu. Tölvu­teiknuð mynd/​Hall­ur/​RealC­learPolitics

Trump að styrkja sig í Georgíu

Ef litið er til ríkj­anna þá fengi Harris 276 kjör­menn en Trump 262 kjör­menn og Harris myndi þar með vinna kosn­ing­arn­ar miðað við mæl­ing­ar.

Mun­ur­inn er þó slá­andi lít­ill. Í fjór­um af sjö sveiflu­ríkj­um mun­ar inn­an við pró­sentu­stigi á fram­bjóðend­um sam­kvæmt mæl­ing­um.

Trump hef­ur verið að styrkja sig í Georgíu og er þar með rúm­lega tveggja pró­sentu­stiga for­skot. Í Arizona er hann með 1,6 pró­sentu­stiga for­skot.

Staðan í kjörmannakerfinu að svo stöddu miðað við mælingar.
Staðan í kjör­manna­kerf­inu að svo stöddu miðað við mæl­ing­ar. Skjá­skot/​RealC­learPolitics

Harris held­ur dampi í Michigan

Á sama tíma held­ur Harris dampi í Michigan og mæl­ist með hátt í tveggja pró­sentu­stiga for­skot.

Trump leiðir naum­lega í Norður-Karólínu en Harris leiðir naum­lega í Wiscons­in og Nevada.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sat einnig fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. 

Hér má horfa á þátt­inn í heild sinni:

mbl.is