Trump hótar að kæra Google

Forsetinn fyrrverandi hótar að kæra Google.
Forsetinn fyrrverandi hótar að kæra Google. Getty Images/Michael M. Santiago

Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti hót­ar því að kæra Google ef hann sigr­ar for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber og kemst aft­ur í Hvíta húsið.

Hann sagði á sam­fé­lags­miðli sín­um „Truth Social“ að Google sýndi aðeins nei­kvæðar frétt­ir um hann þegar nafnið hans er slegið inn í leit­ar­vél Google.

Þá seg­ir hann að leit­ar­vél­in sýni aðeins já­kvæðar frétt­ir af mót­fram­bjóðanda sín­um, Kamölu Harris.

Google tjá­ir sig ekki

„Þetta er ÓLÖGLEG STARF­SEMI, og von­andi mun dóms­málaráðuneytið lög­sækja þá fyr­ir þessa ljótu af­skipta­semi af kosn­ing­un­um. Ef ekki mun ég óska eft­ir ákæru á hend­ur þeim þegar ég sigra kosn­ing­arn­ar.“

Google vildi ekki tjá sig um málið við AFP-frétta­stof­una þegar eft­ir því var leitað.

mbl.is