Er Svandís bundin af samkomulaginu eða ekki?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:56
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:56
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fer eins og kött­ur í kring­um heit­an graut þegar hann er spurður hvort Svandís Svavars­dótt­ir, verðandi formaður VG, sé bund­in af sam­komu­lagi sem nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starf bygg­ir á.

Þetta kem­ur fram í mynd­brot­inu hér að ofan sem tekið er úr nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem Sig­urður Ingi er gest­ur.

Guðmundur Ingi mun víkja úr embætti formanns VG og Svandís …
Guðmund­ur Ingi mun víkja úr embætti for­manns VG og Svandís taka við. Morg­un­blaðið/​Sam­sett mynd

Svar­ar ekki beint

Þar svar­ar hann því ekki beint út hvort fyr­ir­heit um að viðhalda nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi út kjör­tíma­bilið sé bundið við þá þrjá for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sem nú verma for­manns­stóla þeirra.

Sigurður Ingi er nýjasti gestur Stefáns Einars á vettvangi Spursmála.
Sig­urður Ingi er nýj­asti gest­ur Stef­áns Ein­ars á vett­vangi Spurs­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Svandís tek­ur við í næstu viku

Ljóst er að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son hverf­ur úr embætti for­manns VG í næstu viku og allt stefn­ir í að Svandís Svavars­dótt­ir taki við kefl­inu á vinstri vængn­um.

„Ég myndi bara segja að alla jafna eru kjör­tíma­bil fjög­ur ár og við sögðum bara að við ætl­um að klára hér fullt af verk­efn­um sem við vor­um þá ekki búin að. Við náðum reynd­ar mikl­um ár­angri síðastliðið vor í gegn­um þingið. Engu að síður eru verk­efni enn sem við erum að vinna að og ég vil bara segja að eins og staðan er núna væri full­komið ábyrgðarleysi ef rík­is­stjórn­in héldi ekki áfram við þær aðstæður sem uppi eru,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Viðtalið við Sig­urð Inga má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan.

mbl.is